Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fjörutíu sýrlenskir flóttamenn koma til landsins í janúar. Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður einnig rætt við formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir enga sátt hafa tekist um sjávarútvegsmál í óformlegum viðræðum flokksins, Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins.

Í kvöldfréttum verður síðan rætt við aðstoðarforstjóra Europol sem segir að með tilkomu flóknari netglæpa hafi landamæri horfið. Tengifulltrúi Íslands hjá stofnuninni segir menntun og tækniþáttinn hér heima vera Akkilesarhæl þegar kemur að þessum nýju gerðum glæpa.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×