Viðskipti innlent

Virðing og Kvika undirbúa samruna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku. Vísir/Anton Brink
Stjórnir Kviku banka hf. og Virðingar hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um undirbúning samruna félaganna undir nafni Kviku.

Í aðdraganda sameiningar verður eigið fé Kviku lækkað um 600 m.kr. og lækkunin greidd til hluthafa bankans. Hluthafar Kviku munu eftir samruna eiga 70 prósent hlut í sameinuðu félagi og hluthafar Virðingar 30 prósent.

Fréttablaðið greindi frá því í október að Virðing hefð lagt fram tilboð um kaup á hlut í Kviku banka með það að markmiði að fyrirtækin sameinist.

Í tilkynningu frá Kviku og Virðingu segir að með sameiningu „yrði til öflugt fjármálafyrirtæki sem væri leiðandi á fjárfestingabankamarkaði“

Þar segir einnig að á næstu vikum verði unnið að samkomulagi um helstu skilmála fyrir samrunanum, þ.m.t. um forsendur, gerð áreiðanleikakannana, endanlega samningsgerð og aðgerðar- og tímaáætlun. Ef sameining félaganna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi um mitt næsta ár.


Tengdar fréttir

Virðing vill Kviku banka

Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur lagt fram tilboð um kaup á hlut í Kviku banka með það að markmiði að fyrirtækin sameinist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×