Erlent

Ný minnihlutastjórn tekur við í Danmörku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur Vísir/EPA
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi Venstre-flokksins, kynnti í dag nýja ríkisstjórn sína.

Í henni sitja ráðherrar frá þremur hægriflokkum, Venstre, Frjálslynda bandalaginu og Íhaldsflokknum, alls 22 ráðherrar, þar af sex fyrir Frjálslynda og þrír frá Íhaldsflokknum en síðarnefndu flokkarnir tveir vörðu áður minnihlutastjórn Venste falli.

Samanlagt eru þessir flokkar með 53 þingmenn af 179 en ríkisstjórnin nýtur stuðnings Danska þjóðarflokksins.

Nokkrar breytingar eru á ráðherraliðinu frá fyrri ríkisstjórn. Anders Samuelsson, formaður Frjálslynda bandalagsins verður utanríkisráðherra í stað Kristan Hensen, Venstre, sem flytur sig í fjármálaráðuneytið.

Þá verður formaður Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, dómsmálaráðherra en lista yfir alla ráðherra má sjá hér.

Stjórnarsáttmáli nýju stjórnarinnar var kynntur í gær. Þar kemur fram að eitt af helstu áherslumálum hennar verður að lækka skatt á hæstu tekjur.


Tengdar fréttir

Kynna nýjan stjórnarsáttmála í Danmörku

Danski forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen og formenn Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins hafa boðað til blaðamannafundar síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×