Af forréttindafólki og fordómum Kristín Sævarsdóttir skrifar 6. september 2016 11:39 Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar