Þá var hún í fjallgöngu fyrir utan Las Vegas og er hún rakst á sex ára stúlku og foreldra hennar.
Sú litla hafði dottið og handleggsbrotið sig. Foreldrar hennar voru í vandræðum með að bera hana og Tate bauð því fram aðstoð sína.
Hún gerði sér síðan lítið fyrir og bar stúlkuna rúma fjóra kílómetra niður af bröttu fjallinu. Lítið mál fyrir hina hraustu Tate eins og sjá má hér að neðan. Foreldrarnir voru líka eðlilega mjög þakklátir.