Tesla Model 3 markar tímamót í rafbílavæðingunni Ásgeir Erlendsson skrifar 2. apríl 2016 19:30 Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“ Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent