Skipaflutningar mun minni um norðurslóðir en spáð var Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2016 20:00 Annað árið í röð hafa skipaflutningar norðausturleiðina um Íshafið hrapað, og reyndust í fyrra aðeins þrjú prósent af því sem þeir voru fyrir tveimur árum. Þetta gengur þvert á allar spár. Það hefur verið talað um norðurslóðasiglingar sem eitt af tækifærunum sem fylgja myndu bráðnun íshellunnar. Í stað þess að fara um Súezskurðinn gætu skipafélög stytt siglingatímann milli Evrópu og Austur-Asíu um fjórðung með því að sigla norðausturleiðina meðfram ströndum Rússlands. Íslendingar sáu áhuga stórvelda birtast meðal annars með siglingu kínverska ísbrjótsins Snædrekans beint frá Kína til Íslands þessa leið og áhuga erlendra fyrirtækja birtast með rannsóknarfjármunum til þjónustuhafnar við Langanes. Tölur bentu raunar til þess fyrir þremur árum að alþjóðlegir skipaflutningar um norðausturleiðina færu hraðvaxandi en árið 2013 nam fraktin 1.176 þúsund tonnum. Árið 2014 gerðist hið óvænta, fraktin féll niður í 274 þúsund tonn, og hrunið varð svo enn meira í fyrra, aðeins 39.500 tonn, þar af 1.800 tonn af íslensku hvalkjöti, sem reyndist fimm prósent flutninganna árið 2015. Viðskiptabann og versnandi samskipti Rússlands og vesturlanda vegna Úkraínu voru talin eiga þátt í samdrættinum enda liggur norðausturleiðin um efnahagslögsögu Rússa og skipin eru háð þjónustu frá kjarnorkuknúnum ísbrjótum þeirra. En málið er þó talið flóknara. Skipafélög telja óvissu um öryggi og siglingar um íshafið séu lítt kræsilegar með takmarkaðri björgunarþjónustu og lélegu netsambandi. Þá verði að gera ráð fyrir illviðri og rekís sem kalli á dýrari skip. Stærsta skýring gæti þó legið í verðhruni á olíu. Þegar olían er svo ódýr sem nú hefur hvatinn minnkað til að ná fram sparnaði í siglingatíma, sem að auki gæti kostað skipafélög fjárfestingar í nýjum skipum.Ísbrjóturinn Snædrekinn var fyrsta skip Kínverja sem sigldi norðausturleiðina sumarið 2012. Fyrsta viðkomuhöfnin frá Shanghai var Reykjavík. Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Annað árið í röð hafa skipaflutningar norðausturleiðina um Íshafið hrapað, og reyndust í fyrra aðeins þrjú prósent af því sem þeir voru fyrir tveimur árum. Þetta gengur þvert á allar spár. Það hefur verið talað um norðurslóðasiglingar sem eitt af tækifærunum sem fylgja myndu bráðnun íshellunnar. Í stað þess að fara um Súezskurðinn gætu skipafélög stytt siglingatímann milli Evrópu og Austur-Asíu um fjórðung með því að sigla norðausturleiðina meðfram ströndum Rússlands. Íslendingar sáu áhuga stórvelda birtast meðal annars með siglingu kínverska ísbrjótsins Snædrekans beint frá Kína til Íslands þessa leið og áhuga erlendra fyrirtækja birtast með rannsóknarfjármunum til þjónustuhafnar við Langanes. Tölur bentu raunar til þess fyrir þremur árum að alþjóðlegir skipaflutningar um norðausturleiðina færu hraðvaxandi en árið 2013 nam fraktin 1.176 þúsund tonnum. Árið 2014 gerðist hið óvænta, fraktin féll niður í 274 þúsund tonn, og hrunið varð svo enn meira í fyrra, aðeins 39.500 tonn, þar af 1.800 tonn af íslensku hvalkjöti, sem reyndist fimm prósent flutninganna árið 2015. Viðskiptabann og versnandi samskipti Rússlands og vesturlanda vegna Úkraínu voru talin eiga þátt í samdrættinum enda liggur norðausturleiðin um efnahagslögsögu Rússa og skipin eru háð þjónustu frá kjarnorkuknúnum ísbrjótum þeirra. En málið er þó talið flóknara. Skipafélög telja óvissu um öryggi og siglingar um íshafið séu lítt kræsilegar með takmarkaðri björgunarþjónustu og lélegu netsambandi. Þá verði að gera ráð fyrir illviðri og rekís sem kalli á dýrari skip. Stærsta skýring gæti þó legið í verðhruni á olíu. Þegar olían er svo ódýr sem nú hefur hvatinn minnkað til að ná fram sparnaði í siglingatíma, sem að auki gæti kostað skipafélög fjárfestingar í nýjum skipum.Ísbrjóturinn Snædrekinn var fyrsta skip Kínverja sem sigldi norðausturleiðina sumarið 2012. Fyrsta viðkomuhöfnin frá Shanghai var Reykjavík.
Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00