Anton vill tvær milljónir frá ríkinu Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2016 09:15 Lögregla hefur haft Anton Kristinn undir smásjánni undanfarin ár. Hann stefnir nú íslenska ríkinu í þriðja skiptið vegna aðgerða lögreglu. Vísir/GVA Anton Kristinn Þórarinsson hefur stefnt íslenska ríkinu og fer fram á tvær milljónir króna í bætur eftir að hafa verið sýknaður af ákæru fyrir fíkniefnabrot í janúar mánuði árið 2015. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en þetta er þriðja skiptið sem Anton fer fram á bætur frá ríkinu. Málið varðar kannabisræktun í Asparhvarfi í Kópavogi og Suðurlandsbraut í Reykjavík en fram kom við aðalmeðferð málsins að Anton Kristinn var beittur ýmsum þvingunaraðgerðum við rannsókn lögreglu. Þar á meðal var gerð húsleit á heimili hans, síminn hleraður ásamt því að lögreglan skoðaði tölvupóst hans og bankareikning. Anton Kristinn var sýknaður af öllum ákæruatriðum málsins og var dómnum ekki áfrýjað til Hæstaréttar.Kannabisræktun á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er ekki frá þeim stöðum sem um ræðir í fréttinni.vísir/stefánMikill dráttur á rannsókn málsins Mikill dráttur var á rannsókn málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að þeir aðilar sem voru til rannsóknar hefðu verið yfirheyrðir hjá lögreglunni um mitt ár 2010 en ákæra var gefin út fjórum árum síðar, um mitt sumar 2014. Kveðinn var upp dómur í janúar árið 2015 þar sem kom fram að lögreglan hefði engar skýringar gefið á þessum drætti og töldu dómarar í málinu hann vera aðfinnsluverðan. Þrír af fjórum ákærðu hlutu dóm en Anton var sýknaður þar sem ekkert tengdi hann við brotið.Sagðist ekki hafa vitað af ræktunni Lögreglan gerði húsleit í júní árið 2010 í húsinu að Asparhvarfi þar sem Anton bjó ásamt góðum vini hans. Hann sagðist hafa verið lítið í húsinu síðasta mánuðinn fyrir húsleitina og kvaðst einungis hafa leigt herbergi í húsinu og greitt vini sínum fyrir það. Hann kvaðst ekki hafa vitað af kannabisræktuninni í húsinu sem var í þeim hlutum hússins sem vinur hans hafði sagt vera í útleigu.Teikningar fundust Við húsleitina fann lögreglan teikningar í herbergi Antons þar sem teiknuð hafði verið uppsetning á kannabisræktun að mati lögreglunnar. Anton sagðist ekki eigandi teikningarinnar og kunni enga skýringu á tilvist hennar en tók fram að fjöldi manns hefði komið í húsnæðið.Aðalmeðferð í skaðabótamáli Antons Kristins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/ValliMyndavélin notuð af öðrum Lögreglan fann einnig við húsleitina myndavél í herberginu sem Anton hafði til umráða. Á myndavélinni fundust myndskeið, sem tekin voru upp 10. og 11. nóvember árið 2009, sem sýna þegar verið er að setja upp aðra kannabisræktunina. Sagði Anton fyrir dómi að hann hefði lánað myndavélina sína og hann hefði ekki vissi ekki hver hefði tekið upp myndskeiðið.Lögreglumenn töldu röddina vera hans Lögreglumenn báru fyrir dómi að rödd mannsins sem tók myndskeiðið væri Antons. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þetta engu breyta um aðild hans að málinu þar sem ekki hefði tekist að sanna með beinum hætti að um Anton væri að ræða. Enginn hinna þriggja sem dóm hlutu báru um aðild hans að málinu og var hann því, gegn eindregni neitun, sýknaður af ákærunni.Vitni svaraði lögreglu með sína hagsmuni að leiðarljósi Einn hinna ákærðu sagði þó í skýrslutöku hjá lögreglu að Anton hefði gefið honum flugfar hingað til lands og bifreið fyrir að setja upp kannabisræktun. Þessu neitaði Anton fyrir dómi og sagði viðkomandi hafa sagt ósatt við skýrslutökuna. Þeir hefðu verið ágætis vinir á þessum tíma en síðar kom upp ósætti þeirra á milli sem tengdist kvennamálum, um svipað leyti og hann var yfirheyrður af lögreglu. Viðkomandi breytti framburði sínum fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa fengið lánaðan pening frá Antoni til að komast til landsins. Hann taldi líklegt að hann hefði endurgreitt lánið. Þá sagði hann Anton hafa lánað sér peninga vegna bifreiðakaupa í nóvember 2010 sem hann hefði síðar endurgreitt.Hæstiréttur sýknaði Anton af ákæru um fíkniefnlagabrot í apríl árið 2009. Vísir/GVASpurður út í breyttan framburð Hann var spurður út í breyttan framburð fyrir dómi en þá sagðist hann hafa kosið að svara lögreglunni í samræmi við það sem hann taldi lögreglu vilja heyra en kvað lögregluna greinilega áfjáða í að spyrja um Anton. Hann hefði því svarað lögreglunni eins og hann taldi að kæmi sér best, en ekki vegna óvildar eða ósættis þeirra. Fór svo að Anton var sýknaður af öllum ákæruliðum og hefur nú krafið ríkið um tvær milljónir í bætur vegna ólögmætra þvingunaraðgerða í hans garð. Verjandi íslenska ríkisins sagði þessar dómkröfur allt of háar hjá stefnanda ásamt því að mótmæla vaxtakröfunni.Þrjú skaðabótamál Þetta er í þriðja sinn sem Anton Kristinn fer fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. Í nóvember í fyrra dæmdi Hæstiréttur Íslands honum 800 þúsund krónur í miskabætur. Hann sjálfur hafði farið fram á 9,3 milljónir króna í bætur vegna handtöku og rannsóknaraðgerða sem beindust að honum í tengslum við rannsókn lögreglu á ætluðum innflutningi Antons og annars manns á miklu magni fíkniefna. Var hlustað á símtöl hans og leitaði lögregla í íbúð hans og bifreið. Var málinu lokið án þess að ákæra væri gefin út og það því fellt niður. Í dómi Hæstaréttar kom fram að Anton hefði verið sviptur frelsi í rúmar sex klukkustundir og ákvað Hæstiréttur því að hann ætti rétt á bótum vegna þessara aðgerða lögreglu. Héraðsdómur hafði áður dæmt honum 350 þúsund krónur í bætur en Anton Kristinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar.Sakfelldur í héraði en sýknaður í Hæstarétti Árið 2010 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af kröfu Antons um 500 þúsund krónur í bætur vegna ólögmæts gæsluvarðhalds í tengslum við rannsókn lögreglu á ætluðu fíkniefnalagabroti sem varðaði fíkniefnainnflutning. Var Anton látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins í átta daga. Hann var grunaður um að vera höfuðpaur í málinu sem var til rannsóknar hjá lögreglu og var sakfelldur í héraði þrátt fyrir eindregna neitun sína frá upphafi.Var hann dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í héraði í júní árið 2008. Hann áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður í Hæstarétti með dómi uppkveðnum í apríl árið 2009. Tengdar fréttir Sýknaður í Hæstarétti: „Réttlætið sigraði að lokum“ Anton Kristinn Þórarinsson var í dag sýknaður í Hæstarétti af fíkniefnainnflutningi en hann hafði áður verið sakfelldur ásamt Jóni Halldóri Arnarssyni fyrir innflutning á samtals 701,54 grömmum af kókaíni í Héraðsdómi. Efnin voru flutt í tvennu lagi til Íslands frá Hollandi um Danmörku, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Jón Halldór játaði aðild sína að innflutningnum með þeim athugasemdum að hann hefði ekki lagt á ráðin um innflutninginn með Antoni. 7. apríl 2009 17:25 Lögmaður höfuðpaursins: „Maður hefur ekki séð þetta áður“ „Ég er ekki sammála dómnum enda voru engin bein sönnunargögn sem tengdu hann þessu máli. Þetta voru meira og minna spádómar um eitthvað sem menn hefðu getað verið að tala um,“ segir Grímur Sigurðarson, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á um 700 grömmum af kókaíni. 27. júní 2008 11:34 Dæmdir fyrir að smygla 700 grömmum af kókaíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. 26. júní 2008 13:00 Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan „Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt,“ segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. 26. júní 2008 16:48 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Anton Kristinn Þórarinsson hefur stefnt íslenska ríkinu og fer fram á tvær milljónir króna í bætur eftir að hafa verið sýknaður af ákæru fyrir fíkniefnabrot í janúar mánuði árið 2015. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en þetta er þriðja skiptið sem Anton fer fram á bætur frá ríkinu. Málið varðar kannabisræktun í Asparhvarfi í Kópavogi og Suðurlandsbraut í Reykjavík en fram kom við aðalmeðferð málsins að Anton Kristinn var beittur ýmsum þvingunaraðgerðum við rannsókn lögreglu. Þar á meðal var gerð húsleit á heimili hans, síminn hleraður ásamt því að lögreglan skoðaði tölvupóst hans og bankareikning. Anton Kristinn var sýknaður af öllum ákæruatriðum málsins og var dómnum ekki áfrýjað til Hæstaréttar.Kannabisræktun á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er ekki frá þeim stöðum sem um ræðir í fréttinni.vísir/stefánMikill dráttur á rannsókn málsins Mikill dráttur var á rannsókn málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að þeir aðilar sem voru til rannsóknar hefðu verið yfirheyrðir hjá lögreglunni um mitt ár 2010 en ákæra var gefin út fjórum árum síðar, um mitt sumar 2014. Kveðinn var upp dómur í janúar árið 2015 þar sem kom fram að lögreglan hefði engar skýringar gefið á þessum drætti og töldu dómarar í málinu hann vera aðfinnsluverðan. Þrír af fjórum ákærðu hlutu dóm en Anton var sýknaður þar sem ekkert tengdi hann við brotið.Sagðist ekki hafa vitað af ræktunni Lögreglan gerði húsleit í júní árið 2010 í húsinu að Asparhvarfi þar sem Anton bjó ásamt góðum vini hans. Hann sagðist hafa verið lítið í húsinu síðasta mánuðinn fyrir húsleitina og kvaðst einungis hafa leigt herbergi í húsinu og greitt vini sínum fyrir það. Hann kvaðst ekki hafa vitað af kannabisræktuninni í húsinu sem var í þeim hlutum hússins sem vinur hans hafði sagt vera í útleigu.Teikningar fundust Við húsleitina fann lögreglan teikningar í herbergi Antons þar sem teiknuð hafði verið uppsetning á kannabisræktun að mati lögreglunnar. Anton sagðist ekki eigandi teikningarinnar og kunni enga skýringu á tilvist hennar en tók fram að fjöldi manns hefði komið í húsnæðið.Aðalmeðferð í skaðabótamáli Antons Kristins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/ValliMyndavélin notuð af öðrum Lögreglan fann einnig við húsleitina myndavél í herberginu sem Anton hafði til umráða. Á myndavélinni fundust myndskeið, sem tekin voru upp 10. og 11. nóvember árið 2009, sem sýna þegar verið er að setja upp aðra kannabisræktunina. Sagði Anton fyrir dómi að hann hefði lánað myndavélina sína og hann hefði ekki vissi ekki hver hefði tekið upp myndskeiðið.Lögreglumenn töldu röddina vera hans Lögreglumenn báru fyrir dómi að rödd mannsins sem tók myndskeiðið væri Antons. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þetta engu breyta um aðild hans að málinu þar sem ekki hefði tekist að sanna með beinum hætti að um Anton væri að ræða. Enginn hinna þriggja sem dóm hlutu báru um aðild hans að málinu og var hann því, gegn eindregni neitun, sýknaður af ákærunni.Vitni svaraði lögreglu með sína hagsmuni að leiðarljósi Einn hinna ákærðu sagði þó í skýrslutöku hjá lögreglu að Anton hefði gefið honum flugfar hingað til lands og bifreið fyrir að setja upp kannabisræktun. Þessu neitaði Anton fyrir dómi og sagði viðkomandi hafa sagt ósatt við skýrslutökuna. Þeir hefðu verið ágætis vinir á þessum tíma en síðar kom upp ósætti þeirra á milli sem tengdist kvennamálum, um svipað leyti og hann var yfirheyrður af lögreglu. Viðkomandi breytti framburði sínum fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa fengið lánaðan pening frá Antoni til að komast til landsins. Hann taldi líklegt að hann hefði endurgreitt lánið. Þá sagði hann Anton hafa lánað sér peninga vegna bifreiðakaupa í nóvember 2010 sem hann hefði síðar endurgreitt.Hæstiréttur sýknaði Anton af ákæru um fíkniefnlagabrot í apríl árið 2009. Vísir/GVASpurður út í breyttan framburð Hann var spurður út í breyttan framburð fyrir dómi en þá sagðist hann hafa kosið að svara lögreglunni í samræmi við það sem hann taldi lögreglu vilja heyra en kvað lögregluna greinilega áfjáða í að spyrja um Anton. Hann hefði því svarað lögreglunni eins og hann taldi að kæmi sér best, en ekki vegna óvildar eða ósættis þeirra. Fór svo að Anton var sýknaður af öllum ákæruliðum og hefur nú krafið ríkið um tvær milljónir í bætur vegna ólögmætra þvingunaraðgerða í hans garð. Verjandi íslenska ríkisins sagði þessar dómkröfur allt of háar hjá stefnanda ásamt því að mótmæla vaxtakröfunni.Þrjú skaðabótamál Þetta er í þriðja sinn sem Anton Kristinn fer fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. Í nóvember í fyrra dæmdi Hæstiréttur Íslands honum 800 þúsund krónur í miskabætur. Hann sjálfur hafði farið fram á 9,3 milljónir króna í bætur vegna handtöku og rannsóknaraðgerða sem beindust að honum í tengslum við rannsókn lögreglu á ætluðum innflutningi Antons og annars manns á miklu magni fíkniefna. Var hlustað á símtöl hans og leitaði lögregla í íbúð hans og bifreið. Var málinu lokið án þess að ákæra væri gefin út og það því fellt niður. Í dómi Hæstaréttar kom fram að Anton hefði verið sviptur frelsi í rúmar sex klukkustundir og ákvað Hæstiréttur því að hann ætti rétt á bótum vegna þessara aðgerða lögreglu. Héraðsdómur hafði áður dæmt honum 350 þúsund krónur í bætur en Anton Kristinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar.Sakfelldur í héraði en sýknaður í Hæstarétti Árið 2010 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af kröfu Antons um 500 þúsund krónur í bætur vegna ólögmæts gæsluvarðhalds í tengslum við rannsókn lögreglu á ætluðu fíkniefnalagabroti sem varðaði fíkniefnainnflutning. Var Anton látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins í átta daga. Hann var grunaður um að vera höfuðpaur í málinu sem var til rannsóknar hjá lögreglu og var sakfelldur í héraði þrátt fyrir eindregna neitun sína frá upphafi.Var hann dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í héraði í júní árið 2008. Hann áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður í Hæstarétti með dómi uppkveðnum í apríl árið 2009.
Tengdar fréttir Sýknaður í Hæstarétti: „Réttlætið sigraði að lokum“ Anton Kristinn Þórarinsson var í dag sýknaður í Hæstarétti af fíkniefnainnflutningi en hann hafði áður verið sakfelldur ásamt Jóni Halldóri Arnarssyni fyrir innflutning á samtals 701,54 grömmum af kókaíni í Héraðsdómi. Efnin voru flutt í tvennu lagi til Íslands frá Hollandi um Danmörku, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Jón Halldór játaði aðild sína að innflutningnum með þeim athugasemdum að hann hefði ekki lagt á ráðin um innflutninginn með Antoni. 7. apríl 2009 17:25 Lögmaður höfuðpaursins: „Maður hefur ekki séð þetta áður“ „Ég er ekki sammála dómnum enda voru engin bein sönnunargögn sem tengdu hann þessu máli. Þetta voru meira og minna spádómar um eitthvað sem menn hefðu getað verið að tala um,“ segir Grímur Sigurðarson, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á um 700 grömmum af kókaíni. 27. júní 2008 11:34 Dæmdir fyrir að smygla 700 grömmum af kókaíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. 26. júní 2008 13:00 Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan „Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt,“ segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. 26. júní 2008 16:48 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sýknaður í Hæstarétti: „Réttlætið sigraði að lokum“ Anton Kristinn Þórarinsson var í dag sýknaður í Hæstarétti af fíkniefnainnflutningi en hann hafði áður verið sakfelldur ásamt Jóni Halldóri Arnarssyni fyrir innflutning á samtals 701,54 grömmum af kókaíni í Héraðsdómi. Efnin voru flutt í tvennu lagi til Íslands frá Hollandi um Danmörku, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Jón Halldór játaði aðild sína að innflutningnum með þeim athugasemdum að hann hefði ekki lagt á ráðin um innflutninginn með Antoni. 7. apríl 2009 17:25
Lögmaður höfuðpaursins: „Maður hefur ekki séð þetta áður“ „Ég er ekki sammála dómnum enda voru engin bein sönnunargögn sem tengdu hann þessu máli. Þetta voru meira og minna spádómar um eitthvað sem menn hefðu getað verið að tala um,“ segir Grímur Sigurðarson, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á um 700 grömmum af kókaíni. 27. júní 2008 11:34
Dæmdir fyrir að smygla 700 grömmum af kókaíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. 26. júní 2008 13:00
Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan „Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt,“ segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. 26. júní 2008 16:48