Högnuðust um 106,8 milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Ríkið kemur til með að fá allt að fjörutíu milljarða í arð frá viðskiptabönkunum vegna ársins 2015. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 106,8 milljarða króna árið 2015. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum. Bankinn seldi á árinu hluti í fimm félögum, Reitum fasteignafélagi, Eik fasteignafélagi, Símanum, alþjóðlega drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber og Bakkavor Group. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða króna, sem var hækkun á milli ára, en Íslandsbanki hagnaðist um 16,2 milljarða króna, sem var einnig hækkun milli ára. Arðsemi eigin fjár hækkaði bæði hjá Arion banka og Landsbankanum, en lækkaði hjá Íslandsbanka. Arðsemin var hæst hjá Arion banka þar sem hún nam 28,1 prósenti, en lægst hjá Íslandsbanka þar sem hún nam 10,8 prósentum. Miklu munaði á launum bankastjóranna á árinu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var launahæstur með 55,9 milljónir í laun á árinu, auk 7,2 milljóna króna í árangurstengda greiðslu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var launalægstur með tæplega tuttugu milljónir í árslaun og fékk hann engar árangurstengdar greiðslur. Munurinn skýrist af því að Landsbankinn er í ríkiseigu og eru laun Steinþórs því ákvörðuð af Kjararáði. Íslandsbanki er nú á leið í ríkiseigu og því eru allar líkur á að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra gætu lækkað allverulega á árinu. Að meðaltali voru stöðugildi hjá bönkunum þremur tæplega 3.500. Meðalfjöldi stöðugilda dróst saman hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Arðgreiðslur frá bönkunum til ríkisins geta numið á bilinu 28 til 38 milljarða króna, vegna ársins 2015. Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans vegna ársins 2015. Ríkissjóður Íslands á 98,2 prósent hlut í Landsbankanum og mun þá fá tæplega 28 milljarða í arð. Samkvæmt reglum Íslandsbanka um arðgreiðslur er lagt til að helmingur hagnaðarins vegna ársins verði greiddur til hluthafa. Lagt er því til að arðgreiðslur muni nema 10,3 milljörðum króna. Íslandsbanki er ekki enn formlega kominn í ríkiseigu en von er á því á næstu dögum. Líklegt er því að ríkið fái arðgreiðsluna, en það fer allt eftir því hvernig samið var. Stjórn Arion banka leggur til að hagnaður ársins verði færður meðal eiginfjár og að enginn arður verði greiddur á árinu 2016 vegna uppgjörsársins 2015. Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Birna íhugar stöðu sína Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkiseign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt. 24. febrúar 2016 14:00 Hagnaður Íslandsbanka dregst saman um 2 milljarða Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. 23. febrúar 2016 09:32 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 106,8 milljarða króna árið 2015. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum. Bankinn seldi á árinu hluti í fimm félögum, Reitum fasteignafélagi, Eik fasteignafélagi, Símanum, alþjóðlega drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber og Bakkavor Group. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða króna, sem var hækkun á milli ára, en Íslandsbanki hagnaðist um 16,2 milljarða króna, sem var einnig hækkun milli ára. Arðsemi eigin fjár hækkaði bæði hjá Arion banka og Landsbankanum, en lækkaði hjá Íslandsbanka. Arðsemin var hæst hjá Arion banka þar sem hún nam 28,1 prósenti, en lægst hjá Íslandsbanka þar sem hún nam 10,8 prósentum. Miklu munaði á launum bankastjóranna á árinu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var launahæstur með 55,9 milljónir í laun á árinu, auk 7,2 milljóna króna í árangurstengda greiðslu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var launalægstur með tæplega tuttugu milljónir í árslaun og fékk hann engar árangurstengdar greiðslur. Munurinn skýrist af því að Landsbankinn er í ríkiseigu og eru laun Steinþórs því ákvörðuð af Kjararáði. Íslandsbanki er nú á leið í ríkiseigu og því eru allar líkur á að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra gætu lækkað allverulega á árinu. Að meðaltali voru stöðugildi hjá bönkunum þremur tæplega 3.500. Meðalfjöldi stöðugilda dróst saman hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Arðgreiðslur frá bönkunum til ríkisins geta numið á bilinu 28 til 38 milljarða króna, vegna ársins 2015. Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans vegna ársins 2015. Ríkissjóður Íslands á 98,2 prósent hlut í Landsbankanum og mun þá fá tæplega 28 milljarða í arð. Samkvæmt reglum Íslandsbanka um arðgreiðslur er lagt til að helmingur hagnaðarins vegna ársins verði greiddur til hluthafa. Lagt er því til að arðgreiðslur muni nema 10,3 milljörðum króna. Íslandsbanki er ekki enn formlega kominn í ríkiseigu en von er á því á næstu dögum. Líklegt er því að ríkið fái arðgreiðsluna, en það fer allt eftir því hvernig samið var. Stjórn Arion banka leggur til að hagnaður ársins verði færður meðal eiginfjár og að enginn arður verði greiddur á árinu 2016 vegna uppgjörsársins 2015.
Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Birna íhugar stöðu sína Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkiseign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt. 24. febrúar 2016 14:00 Hagnaður Íslandsbanka dregst saman um 2 milljarða Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. 23. febrúar 2016 09:32 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39
Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24
Birna íhugar stöðu sína Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkiseign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt. 24. febrúar 2016 14:00
Hagnaður Íslandsbanka dregst saman um 2 milljarða Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. 23. febrúar 2016 09:32