Högnuðust um 106,8 milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Ríkið kemur til með að fá allt að fjörutíu milljarða í arð frá viðskiptabönkunum vegna ársins 2015. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 106,8 milljarða króna árið 2015. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum. Bankinn seldi á árinu hluti í fimm félögum, Reitum fasteignafélagi, Eik fasteignafélagi, Símanum, alþjóðlega drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber og Bakkavor Group. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða króna, sem var hækkun á milli ára, en Íslandsbanki hagnaðist um 16,2 milljarða króna, sem var einnig hækkun milli ára. Arðsemi eigin fjár hækkaði bæði hjá Arion banka og Landsbankanum, en lækkaði hjá Íslandsbanka. Arðsemin var hæst hjá Arion banka þar sem hún nam 28,1 prósenti, en lægst hjá Íslandsbanka þar sem hún nam 10,8 prósentum. Miklu munaði á launum bankastjóranna á árinu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var launahæstur með 55,9 milljónir í laun á árinu, auk 7,2 milljóna króna í árangurstengda greiðslu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var launalægstur með tæplega tuttugu milljónir í árslaun og fékk hann engar árangurstengdar greiðslur. Munurinn skýrist af því að Landsbankinn er í ríkiseigu og eru laun Steinþórs því ákvörðuð af Kjararáði. Íslandsbanki er nú á leið í ríkiseigu og því eru allar líkur á að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra gætu lækkað allverulega á árinu. Að meðaltali voru stöðugildi hjá bönkunum þremur tæplega 3.500. Meðalfjöldi stöðugilda dróst saman hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Arðgreiðslur frá bönkunum til ríkisins geta numið á bilinu 28 til 38 milljarða króna, vegna ársins 2015. Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans vegna ársins 2015. Ríkissjóður Íslands á 98,2 prósent hlut í Landsbankanum og mun þá fá tæplega 28 milljarða í arð. Samkvæmt reglum Íslandsbanka um arðgreiðslur er lagt til að helmingur hagnaðarins vegna ársins verði greiddur til hluthafa. Lagt er því til að arðgreiðslur muni nema 10,3 milljörðum króna. Íslandsbanki er ekki enn formlega kominn í ríkiseigu en von er á því á næstu dögum. Líklegt er því að ríkið fái arðgreiðsluna, en það fer allt eftir því hvernig samið var. Stjórn Arion banka leggur til að hagnaður ársins verði færður meðal eiginfjár og að enginn arður verði greiddur á árinu 2016 vegna uppgjörsársins 2015. Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Birna íhugar stöðu sína Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkiseign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt. 24. febrúar 2016 14:00 Hagnaður Íslandsbanka dregst saman um 2 milljarða Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. 23. febrúar 2016 09:32 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 106,8 milljarða króna árið 2015. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum. Bankinn seldi á árinu hluti í fimm félögum, Reitum fasteignafélagi, Eik fasteignafélagi, Símanum, alþjóðlega drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber og Bakkavor Group. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða króna, sem var hækkun á milli ára, en Íslandsbanki hagnaðist um 16,2 milljarða króna, sem var einnig hækkun milli ára. Arðsemi eigin fjár hækkaði bæði hjá Arion banka og Landsbankanum, en lækkaði hjá Íslandsbanka. Arðsemin var hæst hjá Arion banka þar sem hún nam 28,1 prósenti, en lægst hjá Íslandsbanka þar sem hún nam 10,8 prósentum. Miklu munaði á launum bankastjóranna á árinu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var launahæstur með 55,9 milljónir í laun á árinu, auk 7,2 milljóna króna í árangurstengda greiðslu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var launalægstur með tæplega tuttugu milljónir í árslaun og fékk hann engar árangurstengdar greiðslur. Munurinn skýrist af því að Landsbankinn er í ríkiseigu og eru laun Steinþórs því ákvörðuð af Kjararáði. Íslandsbanki er nú á leið í ríkiseigu og því eru allar líkur á að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra gætu lækkað allverulega á árinu. Að meðaltali voru stöðugildi hjá bönkunum þremur tæplega 3.500. Meðalfjöldi stöðugilda dróst saman hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Arðgreiðslur frá bönkunum til ríkisins geta numið á bilinu 28 til 38 milljarða króna, vegna ársins 2015. Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans vegna ársins 2015. Ríkissjóður Íslands á 98,2 prósent hlut í Landsbankanum og mun þá fá tæplega 28 milljarða í arð. Samkvæmt reglum Íslandsbanka um arðgreiðslur er lagt til að helmingur hagnaðarins vegna ársins verði greiddur til hluthafa. Lagt er því til að arðgreiðslur muni nema 10,3 milljörðum króna. Íslandsbanki er ekki enn formlega kominn í ríkiseigu en von er á því á næstu dögum. Líklegt er því að ríkið fái arðgreiðsluna, en það fer allt eftir því hvernig samið var. Stjórn Arion banka leggur til að hagnaður ársins verði færður meðal eiginfjár og að enginn arður verði greiddur á árinu 2016 vegna uppgjörsársins 2015.
Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Birna íhugar stöðu sína Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkiseign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt. 24. febrúar 2016 14:00 Hagnaður Íslandsbanka dregst saman um 2 milljarða Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. 23. febrúar 2016 09:32 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39
Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24
Birna íhugar stöðu sína Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkiseign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt. 24. febrúar 2016 14:00
Hagnaður Íslandsbanka dregst saman um 2 milljarða Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. 23. febrúar 2016 09:32