Innlent

BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá gleðigöngunni í Reykjavík.
Frá gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm
BDSM félagið á Íslandi fékk aðild að Samtökunum 78 á aðalfundi samtakanna í dag. Leynileg atkvæðagreiðsla fór fram á meðal félagsmanna á fundinum og var félagið samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31.

Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna 78, sagði í samtali við Vísi í dag að umsókn félagsins hafi verið vel kynnt fyrir félagsmönnum á kynningarfundi sem fram fór fyrir helgi. Félagsmenn hafi því verið nokkuð vel upplýstir en að nokkuð skiptar skoðanir hafi verið á málinu.

Þá sagði Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, í samtali við Fréttablaðið að aðild BDSM-félaga að hinsegin hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun.  


Tengdar fréttir

Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum

Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×