Vettel gerði eins og Kimi Raikkonen liðsfélagi hans og prófaði halo-höfuðverndarbúnaðinn. Vettel ók lengst allra á lokadeginum, 142 hringi.
Carlos Sainz var annar fljótastur á Toro Rosso, ók 131 hring og Felipe Massa á Williams þriðji en ók 129 hringi.
Rauðu flaggi var veifað þegar heimsmeistarinn sjálfur Lewis Hamilton nam staðar á ráskafla brautarinnar. Líklega var Mercedes að athuga eldsneytismælana sína til að sannreyna að þeir sýni rétt eldsneytismagn og bíllin hefur sennilega orðið eldsneytislaus.
Jenson Button ók McLaren bílnum 120 hringi og var tæpum tveimur sekúndum á eftir Vettel. Haas liðið lét báða ökumenn sína spreyta sig í dag, en Romain Grosjean átti að keyra í dag. Esteban Gutierrez fékk nokkrar mínútur undir lokin. Hann hefur verið einkar óheppinn með bilanir þegar hann er undir stýri og líklega hefur hann verið að fá smá æfingatíma fyrir sig.
Næst verða bílarnir settir í gang þann 18. mars þegar föstudagsæfingar hefjast í Ástralíu.