Báðu sérstaklega um umhverfismat 5. mars 2016 07:00 Tungufljót er ein af þverám Hvítár í Árnessýslu. mynd/mannvit HS Orka óskaði sérstaklega eftir því við Skipulagsstofnun að Brúarvirkjun í Tungufljóti færi í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum. Virkjunin er undir 10 megavöttum (MW) að stærð og fellur því ekki sjálfkrafa undir viðmið laga um umhverfismatsskyldu. Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá HS Orku, segir í skriflegu svari að rökin fyrir því að fyrirtækið fór fram á að verkefnið færi í fullt umhverfismat væru þríþætt. Virkjunarkosturinn sé rétt undir þeim mörkum sem krefjast þess að framkvæmdin sé metin – eða 9,9 MW. Að á áhrifasvæðinu færu fram eins ítarlegar rannsóknir á umhverfisþáttum og gert er við fullt mat, enda rannsóknir á lífríki, náttúru og minjum á svæðinu af skornum skammti eða ekki fyrir hendi. Þá sé það tryggt við fullt mat að framkvæmdaaðili kynni verkefnið opinberlega og allir sem telja sig málið varða geti þannig komið á framfæri athugasemdum og ábendingum. „Í opnu ferli eins og mat á umhverfisáhrifum er þá væntir HS Orka þess að fá fram umsagnir sem hafa jákvæð áhrif á verkefnið m.t.t. tækni, umhverfis og samfélags. Við teljum Brúarvirkjun umhverfisvænan valkost í virkjunarflóru landsins, mannvirki eru ekki mjög sýnileg, engir veiðihagsmunir eru til staðar, og landslag og umhverfi er ekki með þau sérkenni umfram það sem almennt þekkist víða,“ segir Ásbjörn. Skipulagsstofnun féllst á erindi fyrirtækisins eins og kemur fram í bréfi frá því í júní í fyrra. En ákvörðun HS Orku vekur athygli þar sem viðmið laga um matskyldu við 10 MW hafa vakið upp spurningar um hvort ástæða sé til að rammaáætlun taki til virkjana sem eru minni. Hefur þetta álitamál verið til sérstakrar skoðunar hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar, en engin niðurstaða liggur fyrir að því er Fréttablaðið hefur heimildir um. Erfitt gæti reynst að tilgreina ein stærðarmörk virkjana sem ættu að falla undir matsskyldu, en í skýrslu Veiðimálastofnunar um smávirkjanir kom fram að jafnvel mjög litlar virkjanir geta haft mikil áhrif á umhverfið – það er með öðrum orðum ekki framleiðslugeta virkjunarinnar sem segir alla söguna um áhrif hennar á umhverfið. Bent hefur verið á að einhvers staðar verði þessi mörk að liggja – og að 10 MW rími við stærðarmörk í lögunum um mat á umhverfisáhrifum og við Evróputilskipunina sem lögin eru byggð á.Tólf virkjanir - ein skikkuð í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur ákvarðað um matskyldu 12 virkjana undir 10 MW árin 2013 til 2015. 10 þeirra voru ekki matsskyldar – og eru flestar mjög litlar. Brúarvirkjun í Tungufljóti fer í umhverfismat að ósk HS Orku. Svartá í Bárðardal (9,8 MW) skal háð mati á umhverfisáhrifum, en sú framkvæmd er mjög umdeild innan raða heimamanna, umhverfisverndarhópa og fleiri. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
HS Orka óskaði sérstaklega eftir því við Skipulagsstofnun að Brúarvirkjun í Tungufljóti færi í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum. Virkjunin er undir 10 megavöttum (MW) að stærð og fellur því ekki sjálfkrafa undir viðmið laga um umhverfismatsskyldu. Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá HS Orku, segir í skriflegu svari að rökin fyrir því að fyrirtækið fór fram á að verkefnið færi í fullt umhverfismat væru þríþætt. Virkjunarkosturinn sé rétt undir þeim mörkum sem krefjast þess að framkvæmdin sé metin – eða 9,9 MW. Að á áhrifasvæðinu færu fram eins ítarlegar rannsóknir á umhverfisþáttum og gert er við fullt mat, enda rannsóknir á lífríki, náttúru og minjum á svæðinu af skornum skammti eða ekki fyrir hendi. Þá sé það tryggt við fullt mat að framkvæmdaaðili kynni verkefnið opinberlega og allir sem telja sig málið varða geti þannig komið á framfæri athugasemdum og ábendingum. „Í opnu ferli eins og mat á umhverfisáhrifum er þá væntir HS Orka þess að fá fram umsagnir sem hafa jákvæð áhrif á verkefnið m.t.t. tækni, umhverfis og samfélags. Við teljum Brúarvirkjun umhverfisvænan valkost í virkjunarflóru landsins, mannvirki eru ekki mjög sýnileg, engir veiðihagsmunir eru til staðar, og landslag og umhverfi er ekki með þau sérkenni umfram það sem almennt þekkist víða,“ segir Ásbjörn. Skipulagsstofnun féllst á erindi fyrirtækisins eins og kemur fram í bréfi frá því í júní í fyrra. En ákvörðun HS Orku vekur athygli þar sem viðmið laga um matskyldu við 10 MW hafa vakið upp spurningar um hvort ástæða sé til að rammaáætlun taki til virkjana sem eru minni. Hefur þetta álitamál verið til sérstakrar skoðunar hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar, en engin niðurstaða liggur fyrir að því er Fréttablaðið hefur heimildir um. Erfitt gæti reynst að tilgreina ein stærðarmörk virkjana sem ættu að falla undir matsskyldu, en í skýrslu Veiðimálastofnunar um smávirkjanir kom fram að jafnvel mjög litlar virkjanir geta haft mikil áhrif á umhverfið – það er með öðrum orðum ekki framleiðslugeta virkjunarinnar sem segir alla söguna um áhrif hennar á umhverfið. Bent hefur verið á að einhvers staðar verði þessi mörk að liggja – og að 10 MW rími við stærðarmörk í lögunum um mat á umhverfisáhrifum og við Evróputilskipunina sem lögin eru byggð á.Tólf virkjanir - ein skikkuð í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur ákvarðað um matskyldu 12 virkjana undir 10 MW árin 2013 til 2015. 10 þeirra voru ekki matsskyldar – og eru flestar mjög litlar. Brúarvirkjun í Tungufljóti fer í umhverfismat að ósk HS Orku. Svartá í Bárðardal (9,8 MW) skal háð mati á umhverfisáhrifum, en sú framkvæmd er mjög umdeild innan raða heimamanna, umhverfisverndarhópa og fleiri.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira