Lífið

Þegar fræga fólkið eyðileggur ferilinn: Morð, líkamsárásir og barnaklám

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnunar koma sér oft í vandræði.
Stjörnunar koma sér oft í vandræði. vísir
Fræga fólkið í heiminum á það til að misstíga sig eins og annað fólk en þeirra mistök vekja mun meiri athygli en þegar sótsvörtum almúganum verður á í messunni vekur það minni athygli.

Sumir einfaldlega skemma fyrir sér og á einu augabragði er ferill þeirra búinn. Stjörnurnar eiga einnig til að vera uppvís að stórhættulegum og glæpsamlegum hlutum og ratar það ávallt í heimspressuna.

Á síðunni Viral Thread er búið að taka saman atvik hjá mörgum stjörnum sem hreinlega hafa endað þeirra feril og komið þeim í vanda. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um slíkt en á síðunni má lesa yfirferðina í heild sinni.

OJ Simpson vakti heimsathygli á sínum tíma þegar hann var ákærður fyrir morð.
1. OJ Simpson

Árið 1995 var hann sýknaður um morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni sem var myrt árið 1994. Eftir mikið fjölmiðlafár í kringum réttarhöldin náði OJ sér aldrei aftur á strik. Árið 2007 var hann síðan handtekinn í Las Vegas fyrir vopnað rán og fékk 33 ára fangelsisdóm árið eftir.

2. Aaron Hernandez

Aaron Hernandez var dæmdur fyrir morð en hann var einn besti leikmaðurinn í NFL-deildinni vestanhafs og lék með New England Patriots. Hann situr nú inni og fékk lífstíðarfangelsi.

Aaron Hernandez
3. Mark Salling

Mark fór með hlutverk Noah Puckerman í vinsælu stjónvarpsþáttunum Glee en hann var handtekinn á síðasta ári fyrir varðveislu á barnaklámi. Hundruð ljósmynda fundust í tölvunni hans. 

Salling á yfir höfði sér langan fangelsisdóm.
4. Lance Armstrong

Lance Armstrong er einn allra sigursælasti hjólreiðakappi sögunnar en hann féll á lyfjaprófi og eftir það kom í ljós mikill spilling innan hjólareiðaheimsins þar sem Armstrong hafði leikið á kerfið. Hann græddi mörg hundruð milljónir á sínum ferli og var hann fordæmdur um allan heim eftir að í ljós kom um svindlið. 

Lance Armstrong
5. Tiger Woods

Tiger Woods var á toppi ferils síns sem einhver allra besti kylfingur sögunnar. Á sínum tíma komu fram margar konur sem viðurkenndu að hafa verið í ástarsambandi við Woods og meðal annars var ein af þeim þekkt klámstjarna. Fyrrverandi eiginkona hans, Elin Nordegren, sótti fljótlega um skilnað en þau voru gift á árunum 2004-2010. Í kjölfarið missti hann auglýsingasamninga við nokkur fyrirtæki og aldrei náð sér á strik sem kylfingur eftir atburðarrásina. 

Tiger er ekki sami kylfingurinn í dag og fyrir nokkrum árum.
6. Ray Rice

Ray Rice var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Baltimore Ravens uppá 40 milljónir Bandaríkjadollara þegar sást til hann leggja hendur á unnustu sína í lyftu. Hann hefur ekki leikið í NFL-deildinni síðan.

Rice.

Tengdar fréttir

Tiger hyggst iðrast opinberlega

Aðstoðarmenn kylfingsins Tigers Wood segja að hann ætli að biðjast opinberlega afsökunar á framhjáhaldi sínu og ræða framtíð sína á fundi með nokkrum vinum og samstarfsmönnum.

Skandalar frægra í Hollywood

Fréttir af því þegar fræga fólkið misstígur sig vekja gjarnan athygli. Hér eru nokkrir eftirminnilegir skandalar.

Milljarðaskilnaður Tigers

Tiger Woods og Elin Norde­gren er formlega skilin eftir sex ára hjónaband. Ekki liggur fyrir hversu háa fjárhæð Elin fær frá Tiger en þau munu hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum tveimur.

Elin Nordegren: Gekk í gegnum helvíti

Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona Tiger Woods, segist hafa gengið í gegnum helvíti eftir að upp komst um svik kylfingsins. Elin hefur nú rofið þögnina og tjáð sig í fyrsta sinn um framhjáhaldið en eins og frægt er orðið stigu á annan tug kvenna fram í sviðsljósið á síðasta ári og fullyrtu að þær hefðu átt í sambandi við Tiger.

Rice: Þarf að vera sterkur fyrir eiginkonuna mína

Ray Rice og eiginkona hans hafa óskað eftir því að fá frið frá fjölmiðlum eftir að myndband þar sem Ray sést rota hana í lyftu á hóteli lak á netið en hún virðist ætla að standa með sínum manni.

Tiger farinn í meðferð vegna kynlífsfíknar?

Það hefur nákvæmlega ekkert farið fyrir Tiger Woods eftir að upp komst um stórfellt framhjáhald kylfingsins. Svo lítið hefur farið fyrir honum að fjölmiðlar vita fæstir hvar hann sé á hnettinum.

Rice íhugaði sjálfsmorð

Árið 2014 var ekki ár Ray Rice. Honum var kastað úr NFL-deildinni eftir að hafa rotað eiginkonu sína í lyftu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×