Guðjón Pétur: Tel mig hafa leiðrétt skoðun Arnars Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 09:30 „Þetta er kannski eðlilegt miðað við árið í fyrra en við hljótum að stefna aðeins hærra,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson í viðtali við Vísi um spá Íþróttadeildar 365 sem spáir Valsmönnum fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Valur hefur endað í fimmta sæti undanfarin þrjú ár en liðið vaknaði af smá blundi síðasta sumar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og varð bikarmeistari. „Við erum með lið sem á að geta strítt þessum bestu liðum og ég tel okkur hafa burði til þess. Maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Guðjón Pétur, en þýðir það titilbarátta? „Ég held að það sé ekkert launungarmál að Valur stefnir að því að verða Íslandsmeistari, hvort sem það er núna eða á næsta ári. Það er allavega krafan að Valur sé í toppbaráttu.“Geðveikt að vera í Val Guðjón Pétur er kominn til Vals í annað sinn en þegar hann samdi við félagið í vetur sagði hann í viðtali að nú langaði hann að „gera hlutina almennilega.“ „Ég fór á sínum tíma ekkert á bestu nótum. Á þeim tíma var samt uppgangur hjá Val og spennandi tímar en svo koma erfiðir tímar fjárhagslega á öllum félögum en nú er kominn tími á að gera þetta almennilega og ráðast almennilega á titla og skemmtilegheit,“ segir hann, en Guðjón nýtur þess að vera á Hlíðarenda. „Það er geðveikt að vera í Val. Það er ára yfir Val. Það er fullt af mönnum í kringum félagið sem hafa náð miklum árangri - alvöru karakterar,“ segir hann. „Allt í kringum þig er verið að minna þig á að þú ert í Val. Það eru bikarar og stanslaust verið að minna þig á alla titla. Maður á að krefjast þess af sjálfum sér að vera í svona félagis og reyna að koma með þessa tíma aftur.“Er heitur í skapinu Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í myndinni hjá Arnari Grétarssyni í byrjun móts hjá Breiðabliki í fyrrasumar en vegna meiðsla þurfti hann að byrja mótið og stóð sig frábærlega. Guðjón var á endanum ein helsta ástæða þess að Breiðablik hafnaði í öðru sæti. „Ég er ekki í því að gefast upp. Mótlæti er það sem gerir þig betri og byggir þig upp. Það getur hver sem er haft trú eða ekki á þér en þú þarft sjálfur að hafa trú á þér og ég hef trú á mér. Ég veit að ef ég spila þá skila ég góðu verki. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvort hann noti mig eða ekki,“ segir Guðjón Pétur. „Það er ekki gaman þegar þjálfarinn notar mann ekki. Ég þoli ekki að spila ekki og er frekar heitur í skapinu. En ég tala bara á vellinum og hef ekkert annað að segja,“ segir hann, en hvernig var samband þeirra þegar þetta var í gangi? „Það var mjög gott. Ég virði Arnar gífurlega og hann hefur margt fram að færa sem þjálfari. Vinnusiðferði hans er til fyrirmyndar og á flestan hátt mjög fær þjálfari. Þetta var hans skoðun og ég held að ég hafi leiðrétt hana.“ Hann viðurkennir að þetta varð samt til þess að hann yfirgaf Kópavoginn. „Það var eiginlega eina ástæðan. Ég var ósáttur með að mér fannst ég ekki njóta trausts þjálfarans en ég tel mig hafa það núna og það er mjög spennandi,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989 Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni. 26. apríl 2016 16:00 Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár. 26. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
„Þetta er kannski eðlilegt miðað við árið í fyrra en við hljótum að stefna aðeins hærra,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson í viðtali við Vísi um spá Íþróttadeildar 365 sem spáir Valsmönnum fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Valur hefur endað í fimmta sæti undanfarin þrjú ár en liðið vaknaði af smá blundi síðasta sumar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og varð bikarmeistari. „Við erum með lið sem á að geta strítt þessum bestu liðum og ég tel okkur hafa burði til þess. Maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Guðjón Pétur, en þýðir það titilbarátta? „Ég held að það sé ekkert launungarmál að Valur stefnir að því að verða Íslandsmeistari, hvort sem það er núna eða á næsta ári. Það er allavega krafan að Valur sé í toppbaráttu.“Geðveikt að vera í Val Guðjón Pétur er kominn til Vals í annað sinn en þegar hann samdi við félagið í vetur sagði hann í viðtali að nú langaði hann að „gera hlutina almennilega.“ „Ég fór á sínum tíma ekkert á bestu nótum. Á þeim tíma var samt uppgangur hjá Val og spennandi tímar en svo koma erfiðir tímar fjárhagslega á öllum félögum en nú er kominn tími á að gera þetta almennilega og ráðast almennilega á titla og skemmtilegheit,“ segir hann, en Guðjón nýtur þess að vera á Hlíðarenda. „Það er geðveikt að vera í Val. Það er ára yfir Val. Það er fullt af mönnum í kringum félagið sem hafa náð miklum árangri - alvöru karakterar,“ segir hann. „Allt í kringum þig er verið að minna þig á að þú ert í Val. Það eru bikarar og stanslaust verið að minna þig á alla titla. Maður á að krefjast þess af sjálfum sér að vera í svona félagis og reyna að koma með þessa tíma aftur.“Er heitur í skapinu Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í myndinni hjá Arnari Grétarssyni í byrjun móts hjá Breiðabliki í fyrrasumar en vegna meiðsla þurfti hann að byrja mótið og stóð sig frábærlega. Guðjón var á endanum ein helsta ástæða þess að Breiðablik hafnaði í öðru sæti. „Ég er ekki í því að gefast upp. Mótlæti er það sem gerir þig betri og byggir þig upp. Það getur hver sem er haft trú eða ekki á þér en þú þarft sjálfur að hafa trú á þér og ég hef trú á mér. Ég veit að ef ég spila þá skila ég góðu verki. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvort hann noti mig eða ekki,“ segir Guðjón Pétur. „Það er ekki gaman þegar þjálfarinn notar mann ekki. Ég þoli ekki að spila ekki og er frekar heitur í skapinu. En ég tala bara á vellinum og hef ekkert annað að segja,“ segir hann, en hvernig var samband þeirra þegar þetta var í gangi? „Það var mjög gott. Ég virði Arnar gífurlega og hann hefur margt fram að færa sem þjálfari. Vinnusiðferði hans er til fyrirmyndar og á flestan hátt mjög fær þjálfari. Þetta var hans skoðun og ég held að ég hafi leiðrétt hana.“ Hann viðurkennir að þetta varð samt til þess að hann yfirgaf Kópavoginn. „Það var eiginlega eina ástæðan. Ég var ósáttur með að mér fannst ég ekki njóta trausts þjálfarans en ég tel mig hafa það núna og það er mjög spennandi,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989 Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni. 26. apríl 2016 16:00 Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár. 26. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989 Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni. 26. apríl 2016 16:00
Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár. 26. apríl 2016 09:00