Landvernd sögð valda tjóni með kæru vegna 120 herbergja hálendishótels Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. apríl 2016 05:00 Fannborg ehf. bætir 120 tveggja manna hótelherbergjum við í Kerlingarfjöllum en fækkar gistirýmum í eldri skálum úr 177 í 102. NORDICPHOTOS/GETTY „Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með framkomu Landverndar í þessu máli,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps um kæru Landverndar vegna hótels í Kerlingarfjöllum. Um er að ræða hótel Fannborgar ehf. í Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Í hótelinu, sem reisa á í þremur áföngum, verða 120 tveggja manna herbergi. Á móti á að grisja í skálaþyrpingu Fannborgar svo þar verði svefnpláss fyrir 102 gesti í stað 177. Á endanum verði hægt að hýsa 342 gesti. Landvernd kærði í ágúst í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að heildaruppbygging hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum skyldi háð mati á umhverfisáhrifum en að heimilt væri að reisa fyrsta áfangann án umhverfismats „Það er mjög bjánalegt að sleppa þeim með fyrsta áfangann en að síðan eigi að umhverfismeta seinni tvo. Þá eru þeir komnir af stað með þessa byggingu og þá verður mjög erfitt að hætta við. Okkur finnst þetta vera það fordæmisgefandi mál að það þurfi að gera þetta almennilega frá A til Ö,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar. Eftir að Landvernd varð þess áskynja nú í febrúar að framkvæmdir við hótelið væru hafnar og að Hrunamannahreppur hefði gefið út byggingarleyfi var gerð krafa um stöðvun framkvæmda og útgáfa byggingarleyfisins var kærð. „Framkomin kæra Landverndar virðist vera til þess eins fallin að valda sveitarfélaginu og hagsmunaaðilum á svæðinu tjóni þótt mál séu þar unnin í samræmi við svæðisskipulag miðhálendisins, landsskipulagsstefnu, aðalskipulag Hrunamannahrepps, deiliskipulag svæðisins, lóðaleigusamninga, sem gilda varðandi starfsemi svæðisins, og úrskurð Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu framkvæmda,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. „Alls ekki,“ svarar Snorri aðspurður hvort ætlun Landverndar sé að bregða fæti fyrir ferðaþjónustu í Hrunamannahreppi og sveitarfélagið sjálft. „En við þurfum að nota þau úrræði sem við höfum.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með framkomu Landverndar í þessu máli,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps um kæru Landverndar vegna hótels í Kerlingarfjöllum. Um er að ræða hótel Fannborgar ehf. í Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Í hótelinu, sem reisa á í þremur áföngum, verða 120 tveggja manna herbergi. Á móti á að grisja í skálaþyrpingu Fannborgar svo þar verði svefnpláss fyrir 102 gesti í stað 177. Á endanum verði hægt að hýsa 342 gesti. Landvernd kærði í ágúst í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að heildaruppbygging hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum skyldi háð mati á umhverfisáhrifum en að heimilt væri að reisa fyrsta áfangann án umhverfismats „Það er mjög bjánalegt að sleppa þeim með fyrsta áfangann en að síðan eigi að umhverfismeta seinni tvo. Þá eru þeir komnir af stað með þessa byggingu og þá verður mjög erfitt að hætta við. Okkur finnst þetta vera það fordæmisgefandi mál að það þurfi að gera þetta almennilega frá A til Ö,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar. Eftir að Landvernd varð þess áskynja nú í febrúar að framkvæmdir við hótelið væru hafnar og að Hrunamannahreppur hefði gefið út byggingarleyfi var gerð krafa um stöðvun framkvæmda og útgáfa byggingarleyfisins var kærð. „Framkomin kæra Landverndar virðist vera til þess eins fallin að valda sveitarfélaginu og hagsmunaaðilum á svæðinu tjóni þótt mál séu þar unnin í samræmi við svæðisskipulag miðhálendisins, landsskipulagsstefnu, aðalskipulag Hrunamannahrepps, deiliskipulag svæðisins, lóðaleigusamninga, sem gilda varðandi starfsemi svæðisins, og úrskurð Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu framkvæmda,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. „Alls ekki,“ svarar Snorri aðspurður hvort ætlun Landverndar sé að bregða fæti fyrir ferðaþjónustu í Hrunamannahreppi og sveitarfélagið sjálft. „En við þurfum að nota þau úrræði sem við höfum.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira