Baghdadi sagður sofa með sprengjubelti Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 14:05 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/GETTY Árásin á Mosul, höfuðvígi Íslamska ríkisins í Írak, virðist taka verulega á vígamenn samtakanna sem og forystu. Aftökum hefur fjölgað verulega og vígamennirnir eru sagðir þjást af ofsóknarbrjálæði. Þá er Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, sagður hafa sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur írakska hernum borist textaskilaboð frá aðila sem heldur til í borginni um nokkurra vikna skeið. Sá aðili hefur lýst sífellt stressaðri vígamönnum og hefur hann einnig lýst því sem hefur verið að gerast í borginni. Fréttaveitan hefur staðfest frá hverjum skilaboðin eru en ekki er hægt að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. Hins vegar segja embættismenn að upplýsingarnar stemmi við þá mynd sem yfirvöld hafa af stöðunni í borginni. Í skilaboðunum kemur fram að uppljóstrarar og svikarar séu reglulega teknir af lífi í Mosul. Þá er Baghdadi sagður vera hættur að sjást opinberlega og að hann haldi til í göngum undir borginni. Bresk yfirvöld segja þó að líklega hafi Baghdadi yfirgefið borgina í byrjun mánaðarins. Yfirvöld Írak eru sammála því og telja Baghdadi vera í Nineveh héraði við landamæri Sýrlands. Háttsettir embættismenn Kúrda sögðu Reuters að aftökurnar séu merki um að Íslamska ríkið sé að missa tökin. Fall Mosul væri þó enginn endir á átökum við ISIS. „Þeir munu snúa sér aftur að óhefðbundnum hernaði, og sjálfsmorðsárásum mun fjölga á sjálfstjórnarsvæðinu, í írökskum borgum og annars staðar,“ segir Masrour Barzani, formaður öryggisráðs sjálfstjórnarsvæðisins. „Baráttan við ISIS verður löng. Ekki bara hernaðarlega heldur einnig efnahagslega og hugsjónalega.“ Mið-Austurlönd Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Árásin á Mosul, höfuðvígi Íslamska ríkisins í Írak, virðist taka verulega á vígamenn samtakanna sem og forystu. Aftökum hefur fjölgað verulega og vígamennirnir eru sagðir þjást af ofsóknarbrjálæði. Þá er Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, sagður hafa sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur írakska hernum borist textaskilaboð frá aðila sem heldur til í borginni um nokkurra vikna skeið. Sá aðili hefur lýst sífellt stressaðri vígamönnum og hefur hann einnig lýst því sem hefur verið að gerast í borginni. Fréttaveitan hefur staðfest frá hverjum skilaboðin eru en ekki er hægt að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. Hins vegar segja embættismenn að upplýsingarnar stemmi við þá mynd sem yfirvöld hafa af stöðunni í borginni. Í skilaboðunum kemur fram að uppljóstrarar og svikarar séu reglulega teknir af lífi í Mosul. Þá er Baghdadi sagður vera hættur að sjást opinberlega og að hann haldi til í göngum undir borginni. Bresk yfirvöld segja þó að líklega hafi Baghdadi yfirgefið borgina í byrjun mánaðarins. Yfirvöld Írak eru sammála því og telja Baghdadi vera í Nineveh héraði við landamæri Sýrlands. Háttsettir embættismenn Kúrda sögðu Reuters að aftökurnar séu merki um að Íslamska ríkið sé að missa tökin. Fall Mosul væri þó enginn endir á átökum við ISIS. „Þeir munu snúa sér aftur að óhefðbundnum hernaði, og sjálfsmorðsárásum mun fjölga á sjálfstjórnarsvæðinu, í írökskum borgum og annars staðar,“ segir Masrour Barzani, formaður öryggisráðs sjálfstjórnarsvæðisins. „Baráttan við ISIS verður löng. Ekki bara hernaðarlega heldur einnig efnahagslega og hugsjónalega.“
Mið-Austurlönd Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira