Fastlega er búist við því að hún fái þar formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna en fyrsti valkostur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og að miðju.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn fyrripartinn í gær eftir að flokkunum mistókst að ná sáttum um málefni tengd Evrópusambandinu og sjávarútveginum.
Vísir mun vera með beina útsendingu frá því þegar Katrín mætir á svæðið. Útsendingin hefst rétt fyrir klukkan 13 og mun birtast hér að ofan. Þá verður einnig greint fá gangi mála hér að neðan.