Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 08:36 Kennarar fjölmenntu í Hagaskóla eftir samstöðufund í Háskólabíói í gær en borgarstjórnarfundur fór fram í skólanum. vísir/ernir Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Fundurinn er sá annar í röðinni eftir að kennarar vísuðu kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til sáttasemjara í liðinni viku, en fyrsti fundurinn var síðastliðinn mánudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við Vísi að hann telji að samningaviðræðurnar nú megi í mesta lagi taka þrjár vikur en kennarar hafa tvívegis á árinu fellt kjarasamning. Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis í gær þar sem þeir kröfðust bættra kjara. „Þetta er fundur númer tvö þannig að nú förum við að ræða málefnin og taka á þessu en það er auðvitað ljóst að þetta getur tekið smá tíma. Það er þó einnig ljóst að tíminn sem við höfum til umráða er ekki mikill og það sem við gáfum út á mánudaginn eftir fund okkar þá var að þrátt fyrir að það megi búast við að þetta taki nokkrar vikur þá gerum við okkur öll grein fyrir því að tíminn er naumur,“ segir Ólafur.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við kennara sem telja eðlilegt að þeir séu með á bilinu 600 til 700 þúsund. Ólafur vill ekki svara því til hvort að það sé raunhæf krafa og eitthvað sem sé uppi á borðinu í viðræðum deiluaðila enda ríki trúnaður um það sem þar fer fram. Margir kennarar hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarið og sagt að náist ekki samningar sem þeir geta sætt sig við muni þeir segja upp störfum. Ólafur segir að Félag grunnskólakennara finni vissulega fyrir þessari undiröldu og segir að það yrði „katastrófa“ ef kennarar færu að segja upp í hrönnum. Það væru til að mynda aðgerðir sem kennarar gætu gripið til ef ekki næst að semja innan þriggja vikna, það er tímarammans sem Ólafur nefnir í tengslum við samningaviðræðurnar nú, og segir Ólafur að fjöldauppsagnir kennara séu mun alvarlegri aðgerðir en kennaraverkfall. „Hins vegar eru uppsagnir kennara ekkert sem kemur inn á borð okkar hjá félaginu, og við stjórnum eða ráðum við, heldur er það bara á milli kennara og skólastjóra. En það er auðvitað ekki búið að taka verkfallsréttinn af okkur og það er auðvitað eitt af því sem við myndum skoða ef við kæmumst í þá stöðu,“ segir Ólafur. Kjaramál Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Fundurinn er sá annar í röðinni eftir að kennarar vísuðu kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til sáttasemjara í liðinni viku, en fyrsti fundurinn var síðastliðinn mánudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við Vísi að hann telji að samningaviðræðurnar nú megi í mesta lagi taka þrjár vikur en kennarar hafa tvívegis á árinu fellt kjarasamning. Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis í gær þar sem þeir kröfðust bættra kjara. „Þetta er fundur númer tvö þannig að nú förum við að ræða málefnin og taka á þessu en það er auðvitað ljóst að þetta getur tekið smá tíma. Það er þó einnig ljóst að tíminn sem við höfum til umráða er ekki mikill og það sem við gáfum út á mánudaginn eftir fund okkar þá var að þrátt fyrir að það megi búast við að þetta taki nokkrar vikur þá gerum við okkur öll grein fyrir því að tíminn er naumur,“ segir Ólafur.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við kennara sem telja eðlilegt að þeir séu með á bilinu 600 til 700 þúsund. Ólafur vill ekki svara því til hvort að það sé raunhæf krafa og eitthvað sem sé uppi á borðinu í viðræðum deiluaðila enda ríki trúnaður um það sem þar fer fram. Margir kennarar hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarið og sagt að náist ekki samningar sem þeir geta sætt sig við muni þeir segja upp störfum. Ólafur segir að Félag grunnskólakennara finni vissulega fyrir þessari undiröldu og segir að það yrði „katastrófa“ ef kennarar færu að segja upp í hrönnum. Það væru til að mynda aðgerðir sem kennarar gætu gripið til ef ekki næst að semja innan þriggja vikna, það er tímarammans sem Ólafur nefnir í tengslum við samningaviðræðurnar nú, og segir Ólafur að fjöldauppsagnir kennara séu mun alvarlegri aðgerðir en kennaraverkfall. „Hins vegar eru uppsagnir kennara ekkert sem kemur inn á borð okkar hjá félaginu, og við stjórnum eða ráðum við, heldur er það bara á milli kennara og skólastjóra. En það er auðvitað ekki búið að taka verkfallsréttinn af okkur og það er auðvitað eitt af því sem við myndum skoða ef við kæmumst í þá stöðu,“ segir Ólafur.
Kjaramál Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45
Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56