Draumurinn um hálendisþjóðgarð falli nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 13:50 Andri Snær Magnason vísir/stefán Eitt af þeim þremur málum sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, hyggst leggja áherslu á nái hann kjöri er stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Fyrir liggja nú drög verkefnisstjórnar rammaáætlunar um tillögur að því hvaða virkjunarkosti beri að nýta, hvaða kosti eigi að setja í biðflokk og hvaða kosti beri að vernda. Í nýjustu tillögum verkefnastjórnarinnar er Skrokkalda sett í nýtingarflokk en hún fellur innnan þess svæðis sem þjóðgarður á hálendinu myndi ná til. Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Hann getur því ekki haft bein áhrif á rammann en að sögn Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnisstjórnar rammaáætlunar, getur hann auðvitað sent inn umsögn um áætlunina eins og hver annar. Aðspurður hvernig Andri Snær vilji því beita sér fyrir þjóðgarði á hálendinu nú þegar drög að nýrri rammaáætlun liggja fyrir sem forsetinn getur haft lítil sem engin áhrif á segir hann: „Ég held að öllum sé ljóst að forsetinn er ekki löggjafarvald og hann hefur ekki beina aðkomu að þáttum í ákvörðunarferlinu en hann hefur mikil áhrif á það að koma málum á dagskrá, hann getur leitt saman hópa og fólk auk þess sem hann hefur góðan aðgang að ráðamönnum. Það vill reyndar svo til draumurinn um þjóðgarð fellur nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun. Rammaáætlun forgangsraðar virkjunarkostum en segir ekki til um hvenær eða hvort verði endanlega virkjað,“ segir Andri Snær. Hann segir málið snúast um ákveðna forgangsröðun og það hlutverk forsetans að setja mál á dagskrá í samfélaginu og á alþjóðavísu. Andri Snær nefnir ráðstefnuna Arctic Circle sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti , hefur staðið fyrir þar sem fókusinn er á málefni Norðurslóða. „Ég er ekki að tala um að reyna að þvinga mínum hugmyndum upp á fólk heldur tel ég einfaldlega mjög mikilvægt að við finnum sýn þar sem hlutir geti orðið að veruleika,“ segir Andri Snær. Tengdar fréttir Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Eitt af þeim þremur málum sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, hyggst leggja áherslu á nái hann kjöri er stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Fyrir liggja nú drög verkefnisstjórnar rammaáætlunar um tillögur að því hvaða virkjunarkosti beri að nýta, hvaða kosti eigi að setja í biðflokk og hvaða kosti beri að vernda. Í nýjustu tillögum verkefnastjórnarinnar er Skrokkalda sett í nýtingarflokk en hún fellur innnan þess svæðis sem þjóðgarður á hálendinu myndi ná til. Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Hann getur því ekki haft bein áhrif á rammann en að sögn Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnisstjórnar rammaáætlunar, getur hann auðvitað sent inn umsögn um áætlunina eins og hver annar. Aðspurður hvernig Andri Snær vilji því beita sér fyrir þjóðgarði á hálendinu nú þegar drög að nýrri rammaáætlun liggja fyrir sem forsetinn getur haft lítil sem engin áhrif á segir hann: „Ég held að öllum sé ljóst að forsetinn er ekki löggjafarvald og hann hefur ekki beina aðkomu að þáttum í ákvörðunarferlinu en hann hefur mikil áhrif á það að koma málum á dagskrá, hann getur leitt saman hópa og fólk auk þess sem hann hefur góðan aðgang að ráðamönnum. Það vill reyndar svo til draumurinn um þjóðgarð fellur nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun. Rammaáætlun forgangsraðar virkjunarkostum en segir ekki til um hvenær eða hvort verði endanlega virkjað,“ segir Andri Snær. Hann segir málið snúast um ákveðna forgangsröðun og það hlutverk forsetans að setja mál á dagskrá í samfélaginu og á alþjóðavísu. Andri Snær nefnir ráðstefnuna Arctic Circle sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti , hefur staðið fyrir þar sem fókusinn er á málefni Norðurslóða. „Ég er ekki að tala um að reyna að þvinga mínum hugmyndum upp á fólk heldur tel ég einfaldlega mjög mikilvægt að við finnum sýn þar sem hlutir geti orðið að veruleika,“ segir Andri Snær.
Tengdar fréttir Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49