Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 13:00 Jón Axel Guðmundsson og Stephen Curry Vísir/Stefán og Getty Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. „Þetta voru allt áhugaverðir skólar sem höfðu samband en það sem stóð upp úr með Davidson. Eftir heimsóknina mína til þeirra urðu þeir svona vænlegasti kosturinn," sagði Jón Axel í viðtali við karfan.is. Davidson komst í aðra umferð úrslitakeppninnar NCAA í fyrra en komst ekki í hana í ár. Liðið vann 20 af 33 leikjum sínum á tímabilinu. Davidson-skólinn hefur alls komist þrettán sinnum í 64 liða úrslit NCAA en komst lengt í átta liða úrslitin árið 2008 þegar Stephen Curry, núverandi besti leikmaður NBA-deildarinnar, fór á kostum. Stephen Curry er nú orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og spilar með Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari og getur í kvöld bætt metið yfir flesta sigurleiki á einu tímabili í NBA. Golden State er þegar búið að jafna met Chicago Bulls frá 1995-96. „Þetta er gríðarlega sterkur námsskóli, með topp 10 flottustu "Campus" í Bandaríkjunum, gott körfuboltaprógramm og eftir tveggja daga ferð fannst ég mér strax vera orðinn hluti af hópnum var eitthvað sem fann ekki fyrir í öðrum heimsóknum. Það skemmir líka ekki að Stephen Curry hafi verið þarna." sagði Jón Axel í viðtali við Karfan.is Jón Axel Guðmundsson átti fínt tímabil með Grindavík þótt að ekki hafi gengið nógu vel hjá liðinu sjálfu. Hann var með 15,8 stig, 8,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þjálfarinn talar um eins og ég eigi að koma og spila bakvörð og verð þá ás eða tvistur eins og fólk þekkir. Þeir spila mikið með tvo bakverði inná og vill hann að ég sé tilbúinn að spila með boltann í höndunum og án boltans. Þeir spila mjög evrópskan bolta og hraðan sem heillar mig mjög mikið og er bolti sem ég vill spila. Hann segir að leiðin sé greið fyrir mig og ef ég stend mig þá er byrjunarliðssæti laust þar sem einn bakvörður er að útskrifast og auðvitað er það eitthvað sem maður stefnir á." sagði Jón Axel í fyrrnefndu viðtali. Stephen Curry lék með Davidson í þrjá vetur eða frá 2006 til 2009. Hann var með 25,3 stig, 4,5 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í 104 leikjum með skólanum og endaði sem stigahæsti leikmaður háskólaboltans 2008-09. Enginn hefur skorað fleiri stig í sögu skólans. Dominos-deild karla NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. „Þetta voru allt áhugaverðir skólar sem höfðu samband en það sem stóð upp úr með Davidson. Eftir heimsóknina mína til þeirra urðu þeir svona vænlegasti kosturinn," sagði Jón Axel í viðtali við karfan.is. Davidson komst í aðra umferð úrslitakeppninnar NCAA í fyrra en komst ekki í hana í ár. Liðið vann 20 af 33 leikjum sínum á tímabilinu. Davidson-skólinn hefur alls komist þrettán sinnum í 64 liða úrslit NCAA en komst lengt í átta liða úrslitin árið 2008 þegar Stephen Curry, núverandi besti leikmaður NBA-deildarinnar, fór á kostum. Stephen Curry er nú orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og spilar með Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari og getur í kvöld bætt metið yfir flesta sigurleiki á einu tímabili í NBA. Golden State er þegar búið að jafna met Chicago Bulls frá 1995-96. „Þetta er gríðarlega sterkur námsskóli, með topp 10 flottustu "Campus" í Bandaríkjunum, gott körfuboltaprógramm og eftir tveggja daga ferð fannst ég mér strax vera orðinn hluti af hópnum var eitthvað sem fann ekki fyrir í öðrum heimsóknum. Það skemmir líka ekki að Stephen Curry hafi verið þarna." sagði Jón Axel í viðtali við Karfan.is Jón Axel Guðmundsson átti fínt tímabil með Grindavík þótt að ekki hafi gengið nógu vel hjá liðinu sjálfu. Hann var með 15,8 stig, 8,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þjálfarinn talar um eins og ég eigi að koma og spila bakvörð og verð þá ás eða tvistur eins og fólk þekkir. Þeir spila mikið með tvo bakverði inná og vill hann að ég sé tilbúinn að spila með boltann í höndunum og án boltans. Þeir spila mjög evrópskan bolta og hraðan sem heillar mig mjög mikið og er bolti sem ég vill spila. Hann segir að leiðin sé greið fyrir mig og ef ég stend mig þá er byrjunarliðssæti laust þar sem einn bakvörður er að útskrifast og auðvitað er það eitthvað sem maður stefnir á." sagði Jón Axel í fyrrnefndu viðtali. Stephen Curry lék með Davidson í þrjá vetur eða frá 2006 til 2009. Hann var með 25,3 stig, 4,5 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í 104 leikjum með skólanum og endaði sem stigahæsti leikmaður háskólaboltans 2008-09. Enginn hefur skorað fleiri stig í sögu skólans.
Dominos-deild karla NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik