Var í Bretlandi á róstusömum tíma Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2016 12:00 Baldur Þórhallsson Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vakti athygli fyrir vasklega framgöngu þegar hann greindi stjórnmálaástandið í beinni útsendingu fréttastofu Stöðvar 2 í síðustu viku. Það var ein eftirminnilegasta atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu. Markaðurinn sló á þráðinn til þess að forvitnast meira um þennan mann. „Ég sit hérna á flugvelli erlendis og er að bíða. Ég er að fara að kenna í Tallinn um smáríki,“ segir Baldur þegar Markaðurinn nær tali af honum. „Þeir hafa ennþá þá trú í Talinn að smáríki geti áorkað einhverju í heiminum,“ segir hann léttur í bragði. Baldur byrjaði að kenna sem stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1995. Hann var svo ráðinn lektor árið 2000. „Ég kláraði doktorsritgerð frá háskólanum í Essex á Englandi 1999. Og ég var svo heppinn að það var auglýst staða um svipað leyti við deildina,“ segir hann. Þótt Baldur hafi í síðustu viku haft hugann allan við íslensk stjórnmál og stjórnskipan hefur hann þó mesta áherslu lagt á Evrópusambandið í sínum fræðastörfum. „Ég skrifaði um möguleika smáríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins og fjallaði þá um sjö smærri ríki sem þá voru aðilar að sambandinu,“ segir Baldur, aðspurður hvert efni doktorsverkefnis hans hafi verið. „Ástæðan fyrir því að ég valdi mér þetta viðfangsefni var að mig langaði til að átta mig á því hver staða Íslands yrði innan sambandsins og hverjir væru möguleikar Íslands til áhrifa,“ segir Baldur. Hann bendir á að það sé ekki hægt að gera rannsókn á þessu viðfangsefni út af fyrir sig. „En ég skrifaði meistararitgerð frá sama skóla um stöðu Írlands í sambandinu. Svo ákvað ég að rannsaka önnur smáríki í sambandinu í doktorsritgerðinni til þess að reyna að átta mig á því hvort Íslendingar gætu komið sínum lykilmálum á framfæri innan sambandsins og haft áhrif.“ Baldur segir niðurstöðuna í mjög stuttu máli hafa verið þá að í þeim málaflokkum sem smáríki einblína á geta þau mjög auðveldlega varið sína hagsmuni og haft áhrif í þeim. „Hins vegar gerir smæðin það að verkum að þau geta ekki verið að skipta sér af öllum málum innan sambandsins. Þau verða að forgangsraða mjög stíft og einblína svo á lykilhagsmuni.“ Baldur bjó um árabil í Bretlandi á meðan hann stundaði nám og lætur vel af þeirri reynslu. „Ég bjó í Bretlandi frá 1992 til ’95 og fór síðan aftur í eitt ár frá 1997 til ’98 til að klára doktorsritgerðina.“ Hann bendir á að fyrstu þrjú árin sem hann bjó úti hafi John Major verið forsætisráðherra og mikið gengið á. „Það leið varla mánuður að einhver ráðherra segði ekki af sér vegna einhverra skandala. Og það var mikil ólga í bresku samfélagi,“ segir Baldur, en engu að síður hafi verið dásamlegt að búa þar. „Ég var dálítið í London vegna þess að ég var dálítið mikið á bókasafninu í London School of Economics við skriftir,“ segir hann og bætir því við að það sé mjög gaman að búa erlendis um tíma og geta sett sig inn í þjóðfélagsmál annars staðar. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vakti athygli fyrir vasklega framgöngu þegar hann greindi stjórnmálaástandið í beinni útsendingu fréttastofu Stöðvar 2 í síðustu viku. Það var ein eftirminnilegasta atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu. Markaðurinn sló á þráðinn til þess að forvitnast meira um þennan mann. „Ég sit hérna á flugvelli erlendis og er að bíða. Ég er að fara að kenna í Tallinn um smáríki,“ segir Baldur þegar Markaðurinn nær tali af honum. „Þeir hafa ennþá þá trú í Talinn að smáríki geti áorkað einhverju í heiminum,“ segir hann léttur í bragði. Baldur byrjaði að kenna sem stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1995. Hann var svo ráðinn lektor árið 2000. „Ég kláraði doktorsritgerð frá háskólanum í Essex á Englandi 1999. Og ég var svo heppinn að það var auglýst staða um svipað leyti við deildina,“ segir hann. Þótt Baldur hafi í síðustu viku haft hugann allan við íslensk stjórnmál og stjórnskipan hefur hann þó mesta áherslu lagt á Evrópusambandið í sínum fræðastörfum. „Ég skrifaði um möguleika smáríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins og fjallaði þá um sjö smærri ríki sem þá voru aðilar að sambandinu,“ segir Baldur, aðspurður hvert efni doktorsverkefnis hans hafi verið. „Ástæðan fyrir því að ég valdi mér þetta viðfangsefni var að mig langaði til að átta mig á því hver staða Íslands yrði innan sambandsins og hverjir væru möguleikar Íslands til áhrifa,“ segir Baldur. Hann bendir á að það sé ekki hægt að gera rannsókn á þessu viðfangsefni út af fyrir sig. „En ég skrifaði meistararitgerð frá sama skóla um stöðu Írlands í sambandinu. Svo ákvað ég að rannsaka önnur smáríki í sambandinu í doktorsritgerðinni til þess að reyna að átta mig á því hvort Íslendingar gætu komið sínum lykilmálum á framfæri innan sambandsins og haft áhrif.“ Baldur segir niðurstöðuna í mjög stuttu máli hafa verið þá að í þeim málaflokkum sem smáríki einblína á geta þau mjög auðveldlega varið sína hagsmuni og haft áhrif í þeim. „Hins vegar gerir smæðin það að verkum að þau geta ekki verið að skipta sér af öllum málum innan sambandsins. Þau verða að forgangsraða mjög stíft og einblína svo á lykilhagsmuni.“ Baldur bjó um árabil í Bretlandi á meðan hann stundaði nám og lætur vel af þeirri reynslu. „Ég bjó í Bretlandi frá 1992 til ’95 og fór síðan aftur í eitt ár frá 1997 til ’98 til að klára doktorsritgerðina.“ Hann bendir á að fyrstu þrjú árin sem hann bjó úti hafi John Major verið forsætisráðherra og mikið gengið á. „Það leið varla mánuður að einhver ráðherra segði ekki af sér vegna einhverra skandala. Og það var mikil ólga í bresku samfélagi,“ segir Baldur, en engu að síður hafi verið dásamlegt að búa þar. „Ég var dálítið í London vegna þess að ég var dálítið mikið á bókasafninu í London School of Economics við skriftir,“ segir hann og bætir því við að það sé mjög gaman að búa erlendis um tíma og geta sett sig inn í þjóðfélagsmál annars staðar.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira