Dagur kennir Þjóðverjum leiðtogahæfni Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2016 11:00 Dagur Sigurðsson vakti mikla athygli þegar Þjóðverjar urðu meistarar á EM í byrjun árs. vísir/eva björk „Það spurðist svolítið út að ég hefði verið með puttana í viðskiptum heima. Við erum að fagna fimm ára afmæli Kex sem ég átti þátt í að stofna. Svo hef ég verið með puttana í alls kyns rekstri alveg síðan ég opnaði Kofa Tómasar frænda í gamla daga,“ segir Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta. Hann segist á undanförnum árum hafa átt þátt í rekstri nokkurra félaga. Í dag sé hann með Lárusi Sigurðssyni, bróður sínum, í Bílanausti, og þá eigi hann lítið startup-fyrirtæki í Berlín sem heldur úti snjallforritinu Cuppodium. Dagur segir að fréttir af rekstri hans hafi spurst út á svipuðum tíma og Þýskaland varð Evrópumeistari í handboltanum og áhuginn strax orðið mikill. „Það voru einhver fyrirtæki sem fóru strax af stað og vildu fá að vita hver mín nálgun væri á þennan bissness og íþróttaheiminn og hvað væri hægt að nota á hverjum stað til að komast hratt og örugglega í mark.“ Dagur hefur nú þegar meðal annars haldið fyrirlestur fyrir alla stjórnendur Deutsche Telekom (þar sem um 200 manns voru mættir til að hlýða á hann), Deutsche Credit bank og fleiri. Á mánudag heldur hann svo fyrirlestur á vegum Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins á Hilton Reykjavík Nordica. En hann ætlar að stoppa stutt við hér á landi. „Ég verð nú bara í tvo til þrjá daga. Maður er ennþá í starfi sem þjálfari og maður verður víst að sinna því líka,“ segir hann. Dagur byrjaði snemma að reyna fyrir sér í viðskiptum. „Ég var í Verzlunarskólanum og alltaf notaði maður fríin í það að vinna, annaðhvort í bókabúðinni hjá afa eða íþróttaversluninni hjá frænda. Sparta á Laugaveginum var svona lítil og sæt íþróttavöruverslun. Hjá Bókaverslun Lárusar Blöndal fékk maður að vinna í kringum jól og í öðrum fríum. Þannig að ég var fljótt kominn með puttana í bissness,“ segir Dagur. Árangur Dags með þýska handboltalandsliðið hefur vakið mikla athygli þar í landi, einkum eftir að titillinn á EM 2016 var í höfn. Meðal annars hringdi sjálf Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í Dag til að óska honum til hamingju.Hér má skrá sig á viðburðinn.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
„Það spurðist svolítið út að ég hefði verið með puttana í viðskiptum heima. Við erum að fagna fimm ára afmæli Kex sem ég átti þátt í að stofna. Svo hef ég verið með puttana í alls kyns rekstri alveg síðan ég opnaði Kofa Tómasar frænda í gamla daga,“ segir Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta. Hann segist á undanförnum árum hafa átt þátt í rekstri nokkurra félaga. Í dag sé hann með Lárusi Sigurðssyni, bróður sínum, í Bílanausti, og þá eigi hann lítið startup-fyrirtæki í Berlín sem heldur úti snjallforritinu Cuppodium. Dagur segir að fréttir af rekstri hans hafi spurst út á svipuðum tíma og Þýskaland varð Evrópumeistari í handboltanum og áhuginn strax orðið mikill. „Það voru einhver fyrirtæki sem fóru strax af stað og vildu fá að vita hver mín nálgun væri á þennan bissness og íþróttaheiminn og hvað væri hægt að nota á hverjum stað til að komast hratt og örugglega í mark.“ Dagur hefur nú þegar meðal annars haldið fyrirlestur fyrir alla stjórnendur Deutsche Telekom (þar sem um 200 manns voru mættir til að hlýða á hann), Deutsche Credit bank og fleiri. Á mánudag heldur hann svo fyrirlestur á vegum Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins á Hilton Reykjavík Nordica. En hann ætlar að stoppa stutt við hér á landi. „Ég verð nú bara í tvo til þrjá daga. Maður er ennþá í starfi sem þjálfari og maður verður víst að sinna því líka,“ segir hann. Dagur byrjaði snemma að reyna fyrir sér í viðskiptum. „Ég var í Verzlunarskólanum og alltaf notaði maður fríin í það að vinna, annaðhvort í bókabúðinni hjá afa eða íþróttaversluninni hjá frænda. Sparta á Laugaveginum var svona lítil og sæt íþróttavöruverslun. Hjá Bókaverslun Lárusar Blöndal fékk maður að vinna í kringum jól og í öðrum fríum. Þannig að ég var fljótt kominn með puttana í bissness,“ segir Dagur. Árangur Dags með þýska handboltalandsliðið hefur vakið mikla athygli þar í landi, einkum eftir að titillinn á EM 2016 var í höfn. Meðal annars hringdi sjálf Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í Dag til að óska honum til hamingju.Hér má skrá sig á viðburðinn.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira