Vonir bundnar við lagabreytingu um skipta búsetu barna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:17 Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“ Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira