Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum fyrir Malmö í 4-1 sigri á Östersunds FK í dag. Viðar hefur verið funheitur að undanförnu.
Markus Rosenborg kom Malmö yfir á sjöundu mínútu, en Viðar Örn tvöfaldaði forystuna á sjöundu mínútu.
Alex Dyer minnkaði muninn í síðari hálfleik, en Viðar Örn skoraði annað mark sitt og þriðja mark Malmö á 65. mínútu. Selfyssingurinn var ekki hættur og fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma. Lokatölur 4-1.
Sjá einnig: Sjáðu frábært annað mark Viðars
Malmö er á toppnum með 27 stig, fjögurra stiga forskot á Norrköping, sem á þó leik til góða. Östersunds er í ellefta sætinu.
AIK og Örebro gerðu markalaust jafntefli, en Hjörtur Logi Valgarðsson fór af velli á 20. mínútu í liði Örebro. Haukur Heiðar Hauksson spilaði allan leikinn fyrir AIK.
Örebro er í þriðja sætinu með 23 stig, en AIK er í því fjórða með 22 stig.
Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan leikinn fyrir Sundsvall sem gerði 1-1 jafntefli við Jönköping Södra, en Kristinn Steindórsson spilaði fyrstu 73 mínúturnar.
Sundsvall er í fimmta sætinu með 19 stig, en Jönköpings er í níunda sætinu með fimmtán stig.
Viðar Örn með þrennu í sigri Malmö | Sjáðu glæsilegt annað mark hans
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
