Stjórnvöld dofin fyrir vanda vegna umbúða og sóunar Svavar Hávarðsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Endurvinnsla umbúða hvers konar er orðin stór iðnaðargrein – lítið er þó gert til að sporna við umbúðanotkun. Fréttablaðið/Valli „Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
„Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira