Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund kr. á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2016 19:00 Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður. Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður.
Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45