Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund kr. á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2016 19:00 Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður. Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Sjá meira
Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður.
Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Sjá meira
Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45