Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2016 12:43 Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í hörmulegri stöðu eftir afsögn forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjóra flokksins. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, er einn af helstu áhrifamönnum flokksins til margra áratuga. Hann segir flokkinn standa illa eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um flókin aflandsviðskipti Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins. „Þetta er auðvitað hörmuleg staða og sárara en tárum taki. Að einhverju leyti er mál formannsins persónulegur harmleikur sem er kannski ekki gott að gera sér alveg grein fyrir álengdar,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Hann vilji ekki persónugera þessi mál. „En það er óhjákvæmilegt fyrir flokkinn og flokksmenn að hreinsa óhreinindinn af flokknum. Sem flokkurinn hefur blandast inn í,“ segir Jón. Yfirgnæfandi meirihluti framsóknarfólks sé heiðarlegt vinnandi fólk um allt land sem kæri sig ekki um óþægindi sem þessi.Hvernig ætti sú hreinsun að fara fram?„Hún verður auðvitað að gerast með því að menn séu opinskáir, hreinskilnir. Fari yfir þessi mál mál og taki síðan yfirvegaðar ákvarðanir,“ segir Jón og menn geri þaðí samræmi við sögu og eðli Framsóknarflokksins. Ótrúlegt ef Sigmundurætlar aðleiða flokkinníkosningumNú eru nokkrir mánuðir til kosninga og Jón telur ekki ráðlegt að Sigmundur Davíð leiði flokkinn íþeim kosningum án þess að gera betur hreint fyrir sínum dyrum. „Eins og staðan er núna fyrir okkur sem horfum áþetta álengdar væri það náttúrlega ótrúlegt ef hann reyndi það og það yrði ákaflega erfitt og mikið áfall. En þetta er ungur og vel gefinn maður og hann á auðvitaðýmsa möguleika meðþví að koma heiðarlega og opinskátt fram og gera grein fyrir sínum málum,“ segir Jón. Enn hafi ekki komið fram með hvaða hætti formaðurinn gerði skattframtöl og hann þurfi að leggja þau gögn á borðið til að hreinsa sig. Þá verði þau hjón að birta ýmsar endurskoðunarupplýsingar. „Því það er eins og skattrannsóknarstjóri hefur lýst mjög erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála bara eftir framtalsupplýsingum. Það er eins og álög á manninum að hugsa sér að þau skuli vera kröfuhafar í Landsbankann. Og hugsa sér það að þau skuli geyma peningana á Tortola,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Það sama gildi um framkvæmdastjóra flokksins sem auðvitað verði að fá tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.Reiknað er með að málefni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins verði til umræðu á reglulegum fundi þingflokks flokksins í dag.Vísir/Heimir Már„Við bætist í tilfelli framkvæmdastjórans að hann kemur að yfirtöku fyrirtækja hér innanlands sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa verið að kalla eftir upplýsingum um. Sannleikurinn er sá að þetta er algerlega ótrúlegt að þetta geti átt sér stað,“ segir Jón. Þá séu Sigmundur Davíð og Hrólfur ekki einir í þessari stöðu. „Nú hafa fjármálaráðherra og innanríkisráðherra alveg komist inn í skuggann vegna umræðna um þessa menn. Við skulum ekki gleyma öllum hinum,“ segir Jón Sigurðsson. Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman til reglulegs fundar eftir hádegi þar sem reiknað er með að málefni framkvæmdastjórans verði til umræðu. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í hörmulegri stöðu eftir afsögn forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjóra flokksins. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, er einn af helstu áhrifamönnum flokksins til margra áratuga. Hann segir flokkinn standa illa eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um flókin aflandsviðskipti Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins. „Þetta er auðvitað hörmuleg staða og sárara en tárum taki. Að einhverju leyti er mál formannsins persónulegur harmleikur sem er kannski ekki gott að gera sér alveg grein fyrir álengdar,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Hann vilji ekki persónugera þessi mál. „En það er óhjákvæmilegt fyrir flokkinn og flokksmenn að hreinsa óhreinindinn af flokknum. Sem flokkurinn hefur blandast inn í,“ segir Jón. Yfirgnæfandi meirihluti framsóknarfólks sé heiðarlegt vinnandi fólk um allt land sem kæri sig ekki um óþægindi sem þessi.Hvernig ætti sú hreinsun að fara fram?„Hún verður auðvitað að gerast með því að menn séu opinskáir, hreinskilnir. Fari yfir þessi mál mál og taki síðan yfirvegaðar ákvarðanir,“ segir Jón og menn geri þaðí samræmi við sögu og eðli Framsóknarflokksins. Ótrúlegt ef Sigmundurætlar aðleiða flokkinníkosningumNú eru nokkrir mánuðir til kosninga og Jón telur ekki ráðlegt að Sigmundur Davíð leiði flokkinn íþeim kosningum án þess að gera betur hreint fyrir sínum dyrum. „Eins og staðan er núna fyrir okkur sem horfum áþetta álengdar væri það náttúrlega ótrúlegt ef hann reyndi það og það yrði ákaflega erfitt og mikið áfall. En þetta er ungur og vel gefinn maður og hann á auðvitaðýmsa möguleika meðþví að koma heiðarlega og opinskátt fram og gera grein fyrir sínum málum,“ segir Jón. Enn hafi ekki komið fram með hvaða hætti formaðurinn gerði skattframtöl og hann þurfi að leggja þau gögn á borðið til að hreinsa sig. Þá verði þau hjón að birta ýmsar endurskoðunarupplýsingar. „Því það er eins og skattrannsóknarstjóri hefur lýst mjög erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála bara eftir framtalsupplýsingum. Það er eins og álög á manninum að hugsa sér að þau skuli vera kröfuhafar í Landsbankann. Og hugsa sér það að þau skuli geyma peningana á Tortola,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Það sama gildi um framkvæmdastjóra flokksins sem auðvitað verði að fá tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.Reiknað er með að málefni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins verði til umræðu á reglulegum fundi þingflokks flokksins í dag.Vísir/Heimir Már„Við bætist í tilfelli framkvæmdastjórans að hann kemur að yfirtöku fyrirtækja hér innanlands sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa verið að kalla eftir upplýsingum um. Sannleikurinn er sá að þetta er algerlega ótrúlegt að þetta geti átt sér stað,“ segir Jón. Þá séu Sigmundur Davíð og Hrólfur ekki einir í þessari stöðu. „Nú hafa fjármálaráðherra og innanríkisráðherra alveg komist inn í skuggann vegna umræðna um þessa menn. Við skulum ekki gleyma öllum hinum,“ segir Jón Sigurðsson. Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman til reglulegs fundar eftir hádegi þar sem reiknað er með að málefni framkvæmdastjórans verði til umræðu.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira