Höskuldur: Þetta var erfitt því hugurinn var kominn út Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 09:30 Eins og kom fram í morgun spáir Íþróttadeild 365 Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Það er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra, en Blikar áttu flotta leiktíð undir stjórn Arnars Grétarssonar og nældu í silfrið. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart miðað við gengið í vetur sem hefur ekki náð sömu hæðum og í fyrra. Við tökum þessu bara sem góðu peppi en við viljum fara ofar þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, sóknarmaður Breiðabliks, í viðtali við Vísi um spána. „Ef ég tala af hreinskilni hef ég mjög mikla trú á liðinu. Í fyrra byrjuðum við á þremur jafntefli og þá var vægast sagt komin krísa því maður hélt að þetta jafnteflisdæmi væri að halda áfram.“ „En svo unnum við leik og þá tókum við sex í röð eða eitthvað. Þá small þetta allt saman. Við byrjuðum ekkert frábærlega í fyrra en mér finnst vera kominn spenna fyrir að komast út á gras og byrja mótið þannig ég er bjartsýnn og spenntur fyrir sumrinu,“ segir Höskuldur.Smellur í sumar Blikar hafa átt í nokkrum vandræðum með að skora mörk á undirbúningstímabilinu. Hvað er í gangi þar? „Það er erfitt að segja. Bæði hefur þetta verið óheppni en svo kannski vantar aðeins gredduna til að drepa leiki. Um leið og við náum einum góðum leik þá opnast flóðgáttir og í hausnum verður þetta léttara,“ segir Höskuldur. „Seinni hluta sumars í fyrra vorum við að vinna leiki 1-0 en núna höfum við ekki alveg verið að halda jafnmikið hreinu en ég hef trú á því að þetta muni smella í sumar.“Hugurinn kominn út Höskuldur átti frábært tímabil í fyrra en þessi 21 árs gamli sóknarmaður skoraði sex mörk og varð ein af stjörnum deildarinnar. Sænska liðið Hammarby sóttist eftir kröftum hans en allt kom fyrir ekki. „Þetta var erfitt þegar allt var í gangi. Hugurinn var svolítið kominn út. Núna er ég einbeittur og hlakka til að byrja í Pepsi-deildinni. Mig langar að gera vel fyrir mitt lið og mig sjálfan og hafa gaman í sumar,“ segir Höskuldur. „Þetta var mjög lærdómsríkt og ég held ég hafi lært mikið af þessu andlega. Ég fann bara þegar allt var í gangi þá gekk mér ekki jafnvel á vellinum. En þegar maður fer að einbeita sér að réttum hlutum á vellinum þá er maður hamingjusamari.“ „Það er alveg klárlega minn draumur að komast út en ég var kannski svolítið óþolinmóður. Eins og staðan er núna er ég bara spenntur fyrir því að geta byrjað að spila á grasi og byrja alvöru mót,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Eins og kom fram í morgun spáir Íþróttadeild 365 Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Það er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra, en Blikar áttu flotta leiktíð undir stjórn Arnars Grétarssonar og nældu í silfrið. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart miðað við gengið í vetur sem hefur ekki náð sömu hæðum og í fyrra. Við tökum þessu bara sem góðu peppi en við viljum fara ofar þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, sóknarmaður Breiðabliks, í viðtali við Vísi um spána. „Ef ég tala af hreinskilni hef ég mjög mikla trú á liðinu. Í fyrra byrjuðum við á þremur jafntefli og þá var vægast sagt komin krísa því maður hélt að þetta jafnteflisdæmi væri að halda áfram.“ „En svo unnum við leik og þá tókum við sex í röð eða eitthvað. Þá small þetta allt saman. Við byrjuðum ekkert frábærlega í fyrra en mér finnst vera kominn spenna fyrir að komast út á gras og byrja mótið þannig ég er bjartsýnn og spenntur fyrir sumrinu,“ segir Höskuldur.Smellur í sumar Blikar hafa átt í nokkrum vandræðum með að skora mörk á undirbúningstímabilinu. Hvað er í gangi þar? „Það er erfitt að segja. Bæði hefur þetta verið óheppni en svo kannski vantar aðeins gredduna til að drepa leiki. Um leið og við náum einum góðum leik þá opnast flóðgáttir og í hausnum verður þetta léttara,“ segir Höskuldur. „Seinni hluta sumars í fyrra vorum við að vinna leiki 1-0 en núna höfum við ekki alveg verið að halda jafnmikið hreinu en ég hef trú á því að þetta muni smella í sumar.“Hugurinn kominn út Höskuldur átti frábært tímabil í fyrra en þessi 21 árs gamli sóknarmaður skoraði sex mörk og varð ein af stjörnum deildarinnar. Sænska liðið Hammarby sóttist eftir kröftum hans en allt kom fyrir ekki. „Þetta var erfitt þegar allt var í gangi. Hugurinn var svolítið kominn út. Núna er ég einbeittur og hlakka til að byrja í Pepsi-deildinni. Mig langar að gera vel fyrir mitt lið og mig sjálfan og hafa gaman í sumar,“ segir Höskuldur. „Þetta var mjög lærdómsríkt og ég held ég hafi lært mikið af þessu andlega. Ég fann bara þegar allt var í gangi þá gekk mér ekki jafnvel á vellinum. En þegar maður fer að einbeita sér að réttum hlutum á vellinum þá er maður hamingjusamari.“ „Það er alveg klárlega minn draumur að komast út en ég var kannski svolítið óþolinmóður. Eins og staðan er núna er ég bara spenntur fyrir því að geta byrjað að spila á grasi og byrja alvöru mót,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00