Stóra spurningin Árni Páll Árnason skrifar 27. apríl 2016 07:00 Í umræðu undanfarinna vikna um skattaskjól höfum við ótal sinnum heyrt þær afsakanir að stofnun aflandsfélags hafi nú enga þýðingu haft, því það hafi aldrei verið notað. Þetta heyrist jafnt frá ráðherrum og forstjórum lífeyrissjóða. Þessi röksemd kallar á stóra spurningu: Af hverju var þá verið að búa félagið til? Ríkisskattstjóri staðhæfir að tilgangur með eign í skattaskjóli geti bara verið tvenns konar: Að forðast skattlagningu eða fela eignarhald. Þennan skilning hefur yfirskattanefnd staðfest og hann er í samræmi við viðhorf alþjóðastofnana sem best til þekkja. Ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn lífeyrissjóða almennings stofna félög af þessum toga blasir því við að ásetningur liggi að baki um annað tveggja: Að forðast skattskil eða fela eignarhald fyrir almenningi, fjölmiðlum eða þeim regluvörðum og eftirlitsaðilum sem ætlað er að afstýra innherjaviðskiptum. Við getum ekki búið við slíkt. Við völd eru hér enn ráðherrar sem átt hafa aflandsfélög og forsvarsmenn stjórnarflokkanna fyrr og nú hafa verið á kafi í viðskiptum í skattaskjólum. Það er ófært. Fordæmi forsvarsmanna lífeyrissjóða sem hafa vikið úr starfi ætti að verða þrásetumönnum stjórnarflokkanna til umhugsunar. Ísland þarf að hrista af sér þennan orðsporshnekki. Hluti af því er að taka þátt í baráttu gegn skattaskjólum og í því skyni taka þátt í alþjóðlegu átaki eins og því sem Sergei Stanishev, formaður PES, flokks evrópskra jafnaðarmanna, kynnti hér á landi um helgina. Við í Samfylkingunni munum leggja til að Ísland gangist fyrir viðskiptabanni á skattaskjólsríki á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á aflandssvæðum fyrir hrun. Hugsið ykkur: Allt sem við vitum kemur frá einni lögmannsstofu í Panama. Það eru miklu fleiri lögmannsstofur í Panama og miklu fleiri lönd sem sérhæfa sig í skattaskjólum en Panama. Það þarf allt upp á borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarinna vikna um skattaskjól höfum við ótal sinnum heyrt þær afsakanir að stofnun aflandsfélags hafi nú enga þýðingu haft, því það hafi aldrei verið notað. Þetta heyrist jafnt frá ráðherrum og forstjórum lífeyrissjóða. Þessi röksemd kallar á stóra spurningu: Af hverju var þá verið að búa félagið til? Ríkisskattstjóri staðhæfir að tilgangur með eign í skattaskjóli geti bara verið tvenns konar: Að forðast skattlagningu eða fela eignarhald. Þennan skilning hefur yfirskattanefnd staðfest og hann er í samræmi við viðhorf alþjóðastofnana sem best til þekkja. Ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn lífeyrissjóða almennings stofna félög af þessum toga blasir því við að ásetningur liggi að baki um annað tveggja: Að forðast skattskil eða fela eignarhald fyrir almenningi, fjölmiðlum eða þeim regluvörðum og eftirlitsaðilum sem ætlað er að afstýra innherjaviðskiptum. Við getum ekki búið við slíkt. Við völd eru hér enn ráðherrar sem átt hafa aflandsfélög og forsvarsmenn stjórnarflokkanna fyrr og nú hafa verið á kafi í viðskiptum í skattaskjólum. Það er ófært. Fordæmi forsvarsmanna lífeyrissjóða sem hafa vikið úr starfi ætti að verða þrásetumönnum stjórnarflokkanna til umhugsunar. Ísland þarf að hrista af sér þennan orðsporshnekki. Hluti af því er að taka þátt í baráttu gegn skattaskjólum og í því skyni taka þátt í alþjóðlegu átaki eins og því sem Sergei Stanishev, formaður PES, flokks evrópskra jafnaðarmanna, kynnti hér á landi um helgina. Við í Samfylkingunni munum leggja til að Ísland gangist fyrir viðskiptabanni á skattaskjólsríki á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á aflandssvæðum fyrir hrun. Hugsið ykkur: Allt sem við vitum kemur frá einni lögmannsstofu í Panama. Það eru miklu fleiri lögmannsstofur í Panama og miklu fleiri lönd sem sérhæfa sig í skattaskjólum en Panama. Það þarf allt upp á borðið.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar