Stóra spurningin Árni Páll Árnason skrifar 27. apríl 2016 07:00 Í umræðu undanfarinna vikna um skattaskjól höfum við ótal sinnum heyrt þær afsakanir að stofnun aflandsfélags hafi nú enga þýðingu haft, því það hafi aldrei verið notað. Þetta heyrist jafnt frá ráðherrum og forstjórum lífeyrissjóða. Þessi röksemd kallar á stóra spurningu: Af hverju var þá verið að búa félagið til? Ríkisskattstjóri staðhæfir að tilgangur með eign í skattaskjóli geti bara verið tvenns konar: Að forðast skattlagningu eða fela eignarhald. Þennan skilning hefur yfirskattanefnd staðfest og hann er í samræmi við viðhorf alþjóðastofnana sem best til þekkja. Ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn lífeyrissjóða almennings stofna félög af þessum toga blasir því við að ásetningur liggi að baki um annað tveggja: Að forðast skattskil eða fela eignarhald fyrir almenningi, fjölmiðlum eða þeim regluvörðum og eftirlitsaðilum sem ætlað er að afstýra innherjaviðskiptum. Við getum ekki búið við slíkt. Við völd eru hér enn ráðherrar sem átt hafa aflandsfélög og forsvarsmenn stjórnarflokkanna fyrr og nú hafa verið á kafi í viðskiptum í skattaskjólum. Það er ófært. Fordæmi forsvarsmanna lífeyrissjóða sem hafa vikið úr starfi ætti að verða þrásetumönnum stjórnarflokkanna til umhugsunar. Ísland þarf að hrista af sér þennan orðsporshnekki. Hluti af því er að taka þátt í baráttu gegn skattaskjólum og í því skyni taka þátt í alþjóðlegu átaki eins og því sem Sergei Stanishev, formaður PES, flokks evrópskra jafnaðarmanna, kynnti hér á landi um helgina. Við í Samfylkingunni munum leggja til að Ísland gangist fyrir viðskiptabanni á skattaskjólsríki á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á aflandssvæðum fyrir hrun. Hugsið ykkur: Allt sem við vitum kemur frá einni lögmannsstofu í Panama. Það eru miklu fleiri lögmannsstofur í Panama og miklu fleiri lönd sem sérhæfa sig í skattaskjólum en Panama. Það þarf allt upp á borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarinna vikna um skattaskjól höfum við ótal sinnum heyrt þær afsakanir að stofnun aflandsfélags hafi nú enga þýðingu haft, því það hafi aldrei verið notað. Þetta heyrist jafnt frá ráðherrum og forstjórum lífeyrissjóða. Þessi röksemd kallar á stóra spurningu: Af hverju var þá verið að búa félagið til? Ríkisskattstjóri staðhæfir að tilgangur með eign í skattaskjóli geti bara verið tvenns konar: Að forðast skattlagningu eða fela eignarhald. Þennan skilning hefur yfirskattanefnd staðfest og hann er í samræmi við viðhorf alþjóðastofnana sem best til þekkja. Ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn lífeyrissjóða almennings stofna félög af þessum toga blasir því við að ásetningur liggi að baki um annað tveggja: Að forðast skattskil eða fela eignarhald fyrir almenningi, fjölmiðlum eða þeim regluvörðum og eftirlitsaðilum sem ætlað er að afstýra innherjaviðskiptum. Við getum ekki búið við slíkt. Við völd eru hér enn ráðherrar sem átt hafa aflandsfélög og forsvarsmenn stjórnarflokkanna fyrr og nú hafa verið á kafi í viðskiptum í skattaskjólum. Það er ófært. Fordæmi forsvarsmanna lífeyrissjóða sem hafa vikið úr starfi ætti að verða þrásetumönnum stjórnarflokkanna til umhugsunar. Ísland þarf að hrista af sér þennan orðsporshnekki. Hluti af því er að taka þátt í baráttu gegn skattaskjólum og í því skyni taka þátt í alþjóðlegu átaki eins og því sem Sergei Stanishev, formaður PES, flokks evrópskra jafnaðarmanna, kynnti hér á landi um helgina. Við í Samfylkingunni munum leggja til að Ísland gangist fyrir viðskiptabanni á skattaskjólsríki á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á aflandssvæðum fyrir hrun. Hugsið ykkur: Allt sem við vitum kemur frá einni lögmannsstofu í Panama. Það eru miklu fleiri lögmannsstofur í Panama og miklu fleiri lönd sem sérhæfa sig í skattaskjólum en Panama. Það þarf allt upp á borðið.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun