Fótbolti

Stelpurnar fóru létt með Færeyinga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Agla María Albertsdóttir er hér til vinstri.
Agla María Albertsdóttir er hér til vinstri. Vísir/Ernir
Ísland vann öruggan 5-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Agla María Albertsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Íslands en þær Andrea Mist Pálsdóttir, Andrea Celeste Thorisson og Guðný Árnadóttir skoruðu hin mörk Íslands.

Finnland og Kasakstan mættust í sama riðli í kvöld en þar unnu Finnar 7-0 sigur.

Leikið er í Finnlandi en næsti leikur Íslands verður gegn Kasökum á laugardagsmorgun. Stelpurnar mæta svo Finnlandi í lokaleiknum á þriðjudaginn.

Sigurvegari riðilsins fer áfram í milliriðlakeppnina en tíu af ellefu bestu liðunum sem lenda í öðru sæti riðlanna komast einnig áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×