Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson klappaði fyrir stuðningsmönnum sem mættu til Helsinki. Getty/Stephen McCarthy „Þessi sigur sýnir það hljóða starf sem Heimir Hallgrímsson hefur unnið fyrir Írland á bakvið tjöldin,“ skrifar Írinn Pat Dolan, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri, í pistli í Irish Mirror eftir fyrsta sigur Heimis sem landsliðsþjálfari Íra. Heimir sé ekki vandamál írsks fótbolta en gæti verið lausnin. Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira