Fótbolti

Tottenham fékk lexíu en Leicester draumabyrjun | Mörk gærkvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leicester-menn voru í miklu stuði í Brussel.
Leicester-menn voru í miklu stuði í Brussel. vísir/getty
Leicester fékk draumabyrjun á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeild Evrópu er liðið vann þægilegan 3-0 sigur á Club Brugge í Belgíu í gær.

Belgarnir reyndust lítil fyrirstaða fyrir Englandsmeistarana sem hafa þó hikstað í upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester City lenti heldur ekki í vandræðum með Borussia Mönchengladbach á heimavelli sínum í leik sem átti upphaflega að fara fram á þriðjudagskvöldið en var frestað vegna veðurs. City vann öruggan 4-0 sigur.

Sjá einnig: Gummi sagði Drinkwater-brandara og Rikki G sprakk úr hlátri

Tottenham náði hins vegar ekki að fylgja eftir velgengni hinna ensku liðanna og fékk kennslustund fyrir framan 85 þúsund manns á Wembley-leikvanginum þar sem Monaco, topplið frönsku úrvalsdeildarinnar, vann 2-1 sigur.

Mörkin úr leikjum ensku liðanna, sem og 6-0 stórsigri Dortmund á Legía Varsjá, má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×