Viðskipti innlent

Ólöglegar hömlur á innflutningi á eggjum

Sveinn Arnarsson skrifar
Ólafur Stephensen
Ólafur Stephensen
Íslensk löggjöf um innflutning á vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þetta er niðurstaða rökstudds álits sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi frá sér í gær.

Íslensk löggjöf felur í sér innflutningstakmarkanir á hráum eggjum og vörum úr þeim sem og ógerilsneyddri mjólk og mjólkurvörum.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, tekur undir þetta álit. „Hér á landi gildir sama heilbrigðislöggjöf og í öðrum ríkjum EES-svæðisins. Þær vörur sem hér um ræðir hafa staðist allar heilbrigðiskröfur í framleiðslulandinu og því sömu kröfur og gerðar eru hér. Þetta á einnig við um innflutning á fersku kjöti,“ segir Ólafur.

Vörur úr eggjum og mjólk sem viðskipti eru með innan Evrópska efnahagsvæðisins lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í framleiðsluríkinu. Sambærilegur dómur hefur fallið hjá EFTA-dómstólnum um ferskt kjöt en íslensk stjórnvöld draga enn lappirnar hvað það varðar. ESA rekur samningsbrotamál gegn Íslandi vegna innflutnings á hráu kjöti.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×