Spiluðu krikket fyrir Íslands hönd í Prag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2016 07:00 Liðsmenn Krikketfélags Kópavogs taka hið víðfræga og alræmda víkingaklapp í Prag. Mynd/Krikketfélag Kópavogs Krikketfélag Kópavogs hafnaði í fimmta sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti, en því lauk á þriðjudag. Keppt var í Prag, höfuðborg Tékklands, og kallast mótið Pepsi Cup. „Þetta er í fjórða skipti sem þetta er haldið. Mótið er opið fyrir klúbbum sem koma alls staðar að og hafa áhuga á að keppa og kynnast öðrum liðum,“ segir Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrirliði liðsins.Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum sneri Krikketfélag Kópavogs genginu við og vann síðustu tvo leikina og hafnaði þar með í fimmta sætinu. „Við vorum svolítið lengi að venjast hitanum sem var yfir þrjátíu gráður og vorum að læra að spila saman sem lið. En við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið og hlutverk leikmanna komu betur í ljós,“ segir Jakob. Ellefu leikmenn þarf til að manna lið en Jakob segir að félagið hafi bara náð að senda níu til Tékklands og hafi því þurft að fá leikmenn að láni. „Vonandi getum við aflað styrkja fyrir næsta ár svo við getum farið með fullt lið frá Íslandi,“ segir Jakob. Félagið hefur verið starfrækt í um tvö ár og eru virkir meðlimir um þrjátíu. Undanfarin ár hefur félagið tekið á móti liðum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Skotlandi. Þetta mót segir Jakob að hafi þó verið í fyrsta skipti sem íslenskt krikketlið keppir erlendis við sterk lið.Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið í leikslok. Mynd/Krikketfélag Kópavogs„Krikketfélag Kópavogs er stanslaust að vaxa. Miklu hraðar en ég bjóst nokkurn tímann við. Við erum nógu margir til að halda innanlandsmót og höfum verið að gera það með góðum árangri þó fjármögnun hafi verið hindrun,“ segir Jakob en um þrjátíu virkir meðlimir eru í félaginu. Jakob bendir á að áhugasamir geti haft samband á Facebook-síðu félagsins, Iceland Cricket. Krikketsenuna á Íslandi segir hann nærri tuttugu ára gamla. Þá hafi hún þó verið áhugamannasport sem komið hafði í bylgjum. „Það var ekki fyrr en við hittumst nokkrir á Klambratúni fyrir tveimur árum og ákváðum að byrja að æfa innanhúss sem þetta varð að félagi sem er virkt allan ársins hring. Öllum er velkomið að koma og prófa, óháð getu,“ segir Jakob.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Erfitt reyndist að leika krikket í um þrjátíu stiga hita. Mynd/Krikketfélag Kópavogs Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Krikketfélag Kópavogs hafnaði í fimmta sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti, en því lauk á þriðjudag. Keppt var í Prag, höfuðborg Tékklands, og kallast mótið Pepsi Cup. „Þetta er í fjórða skipti sem þetta er haldið. Mótið er opið fyrir klúbbum sem koma alls staðar að og hafa áhuga á að keppa og kynnast öðrum liðum,“ segir Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrirliði liðsins.Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum sneri Krikketfélag Kópavogs genginu við og vann síðustu tvo leikina og hafnaði þar með í fimmta sætinu. „Við vorum svolítið lengi að venjast hitanum sem var yfir þrjátíu gráður og vorum að læra að spila saman sem lið. En við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið og hlutverk leikmanna komu betur í ljós,“ segir Jakob. Ellefu leikmenn þarf til að manna lið en Jakob segir að félagið hafi bara náð að senda níu til Tékklands og hafi því þurft að fá leikmenn að láni. „Vonandi getum við aflað styrkja fyrir næsta ár svo við getum farið með fullt lið frá Íslandi,“ segir Jakob. Félagið hefur verið starfrækt í um tvö ár og eru virkir meðlimir um þrjátíu. Undanfarin ár hefur félagið tekið á móti liðum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Skotlandi. Þetta mót segir Jakob að hafi þó verið í fyrsta skipti sem íslenskt krikketlið keppir erlendis við sterk lið.Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið í leikslok. Mynd/Krikketfélag Kópavogs„Krikketfélag Kópavogs er stanslaust að vaxa. Miklu hraðar en ég bjóst nokkurn tímann við. Við erum nógu margir til að halda innanlandsmót og höfum verið að gera það með góðum árangri þó fjármögnun hafi verið hindrun,“ segir Jakob en um þrjátíu virkir meðlimir eru í félaginu. Jakob bendir á að áhugasamir geti haft samband á Facebook-síðu félagsins, Iceland Cricket. Krikketsenuna á Íslandi segir hann nærri tuttugu ára gamla. Þá hafi hún þó verið áhugamannasport sem komið hafði í bylgjum. „Það var ekki fyrr en við hittumst nokkrir á Klambratúni fyrir tveimur árum og ákváðum að byrja að æfa innanhúss sem þetta varð að félagi sem er virkt allan ársins hring. Öllum er velkomið að koma og prófa, óháð getu,“ segir Jakob.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Erfitt reyndist að leika krikket í um þrjátíu stiga hita. Mynd/Krikketfélag Kópavogs
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti