Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 12:00 Antoine Griezmann er á Pokémon veiðum. mynd/twitter Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Pokemon Go Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Pokemon Go Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti