Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 12:00 Antoine Griezmann er á Pokémon veiðum. mynd/twitter Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Pokemon Go Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Pokemon Go Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira