Segir fullyrðingar um ofbeit vegna búvörusamninga út í hött þórgnýr einar albertsson skrifar 15. júlí 2016 07:00 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir þá fullyrðingu ekki standast að með nýjum búvörusamningum myndi framleiðsla aukast á svæðum sem mættu ekki við aukningunni og leiða til þess að gengið yrði á landgæði. Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum, lýsti yfir áhyggjum sínum af ofbeit vegna nýrra samninga í frétt Fréttablaðsins í gær. „Þarna er hann að spá fyrir um að framleiðsla muni aukast á einhverjum ákveðnum svæðum. Það er ekki gott að segja til um það hvernig framleiðslan mun þróast. Hins vegar er hann að halda því fram að samningurinn leiði til þess að ofbeit verði á einhverjum svæðum. Það er algjörlega út í hött,“ segir Sindri. Þá segir hann sérstaklega kveðið á um í samningunum að ná utan um beitarmálin. Það eigi að ráðast í sérstakt rannsóknarverkefni til að ná utan um mat á gróðurauðlindum. „Það þýðir að við ætlum með þessum samningi að tryggja enn og betri landnýtingu og að hún sé sjálfbær alls staðar á landinu,“ segir Sindri. „Það er ekki þannig að menn gætu fjölgað alls staðar á svæðum þar sem er minni beit. Það mun ekki standast þennan samning. Þetta er út í hött,“ segir Sindri og bætir því við að eitt markmiða samningsins sé að tryggja sjálfbæra landnýtingu og fjármunir verði lagðir í að tryggja að hún verði sem best. Jóhann Pétur lýsti áhyggjum sínum af því að samningarnir kæmu illa við sauðfjárbændur á Vestfjörðum. Sagði hann samninga jaðarfjandsamlega. Sauðfjárbændur samþykktu samningana í atkvæðagreiðslu í mars en sagði hann telja að nánast enginn á Vestfjörðum hefði greitt atkvæði með þeim. Sindri segir ekki hægt að vísa til þess að ákveðin svæði lendi verr í þessu en önnur. Málið snúist um svokallað ásetningshlutfall, hlutfallið á milli ærgilda og fjölda fjár á fóðrum yfir veturinn. „Samningurinn kemur misjafnlega við bændur eftir því hvert þeirra ásetningshlutfall er. Það er mismunandi eftir svæðum og innan svæða,“ segir Sindri og bætir því við að einhverjir bændur á Vestfjörðum gætu komið vel út úr samningum á meðan aðrir kæmu verr út úr þeim. Þá segir hann samninga kveða á um að Byggðastofnun eigi að útfæra svæðisbundinn stuðning. Þó sé ekki ljóst hvernig útfærsla Byggðastofnunar verði. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir þá fullyrðingu ekki standast að með nýjum búvörusamningum myndi framleiðsla aukast á svæðum sem mættu ekki við aukningunni og leiða til þess að gengið yrði á landgæði. Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum, lýsti yfir áhyggjum sínum af ofbeit vegna nýrra samninga í frétt Fréttablaðsins í gær. „Þarna er hann að spá fyrir um að framleiðsla muni aukast á einhverjum ákveðnum svæðum. Það er ekki gott að segja til um það hvernig framleiðslan mun þróast. Hins vegar er hann að halda því fram að samningurinn leiði til þess að ofbeit verði á einhverjum svæðum. Það er algjörlega út í hött,“ segir Sindri. Þá segir hann sérstaklega kveðið á um í samningunum að ná utan um beitarmálin. Það eigi að ráðast í sérstakt rannsóknarverkefni til að ná utan um mat á gróðurauðlindum. „Það þýðir að við ætlum með þessum samningi að tryggja enn og betri landnýtingu og að hún sé sjálfbær alls staðar á landinu,“ segir Sindri. „Það er ekki þannig að menn gætu fjölgað alls staðar á svæðum þar sem er minni beit. Það mun ekki standast þennan samning. Þetta er út í hött,“ segir Sindri og bætir því við að eitt markmiða samningsins sé að tryggja sjálfbæra landnýtingu og fjármunir verði lagðir í að tryggja að hún verði sem best. Jóhann Pétur lýsti áhyggjum sínum af því að samningarnir kæmu illa við sauðfjárbændur á Vestfjörðum. Sagði hann samninga jaðarfjandsamlega. Sauðfjárbændur samþykktu samningana í atkvæðagreiðslu í mars en sagði hann telja að nánast enginn á Vestfjörðum hefði greitt atkvæði með þeim. Sindri segir ekki hægt að vísa til þess að ákveðin svæði lendi verr í þessu en önnur. Málið snúist um svokallað ásetningshlutfall, hlutfallið á milli ærgilda og fjölda fjár á fóðrum yfir veturinn. „Samningurinn kemur misjafnlega við bændur eftir því hvert þeirra ásetningshlutfall er. Það er mismunandi eftir svæðum og innan svæða,“ segir Sindri og bætir því við að einhverjir bændur á Vestfjörðum gætu komið vel út úr samningum á meðan aðrir kæmu verr út úr þeim. Þá segir hann samninga kveða á um að Byggðastofnun eigi að útfæra svæðisbundinn stuðning. Þó sé ekki ljóst hvernig útfærsla Byggðastofnunar verði.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira