Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2016 10:44 Casa Christi. Vísir/Vilhelm Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“. Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“.
Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00