Skelfilegt ástand í Aleppo: Tugir látist í loftárásum Sýrlandshers síðastliðinn sólarhring Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 23:45 Björgunarmenn bera lík úr rústum húss í Aleppo í dag. vísir/getty Bjarga verður áætlunum Bandaríkjamanna og Rússa um að binda enda á stríðið í Sýrlandi þar sem ekki séu aðrar leiðir færar. Þetta sagði Sergey Lavrov utanríkisráðherra í dag hjá Sameinuðu þjóðunum er hann ræddi stöðuna í Sýrlandi en Sýrlandsher hefur staðið fyrir linnulausum loftárásum á austurhluta borgarinnar Aleppo sem er á valdi uppreisnarhópa. Tugir hafa látist í loftárásunum í dag og eru margir efins um að friður sé í sjónmáli. Rússar styðja stjórnvöld í Sýrlandi en Bandaríkjamenn hafa stutt við uppreisnarhópa í landinu sem vilja koma Bassar al-Assad Sýrlandsforseta frá völdum. Lavrov kenndi í dag Bandaríkjamönnum um að hafa ekki haft stjórn á uppreisnarhópunum og því hafi vopnahléinu sem samið var um í liðinni viku lokið á mánudaginn. Lavrov sagði að lykilatriði í samningnum um vopnahlé hafi verið aðskilnaður hófsamari uppreisnarmanna, sem Bandaríkin styðja, frá öfgafyllri uppreisnarhópum. Bandaríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að aðskilja hópana. „Það er ákaflega mikilvægt að ekkert trufli viðræður okkar við Bandaríkin,“ sagði Lavrov. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti Lavrov í dag og sagði hann að þeim hefði miðað smá áfram í viðræðum um hvernig stöðva má styrjöldina í Sýrlandi. „Við erum að meta nokkrar hugmyndir á uppbyggilegan hátt,“ sagði Kerry. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að lítil von sé til þess að samningar náist um vopnahlé og að ofbeldið í Sýrlandi hafi nú í vikunni farið algjörlega úr böndunum en eins og flestir vita var ástandið hræðilegt fyrir. Á vef Guardian segir að að minnsta kosti 91 hafi látist í loftárásum Sýrlendinga og Rússa á Aleppo í dag. Í einni árásinni lést 15 manna fjölskylda sem leitað hafði skjóls í húsi fyrir Sýrlendinga sem hafa hrakist á flótta í eigin landi. „Lifum við á öld tækninnar og siðmenningarinnar?“ spurði einn íbúi í Aleppo. „Er þetta rússneskt lýðræði og rússnesk siðmenning? Að drepa konur, börn og aldraða?“ Tengdar fréttir Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Bjarga verður áætlunum Bandaríkjamanna og Rússa um að binda enda á stríðið í Sýrlandi þar sem ekki séu aðrar leiðir færar. Þetta sagði Sergey Lavrov utanríkisráðherra í dag hjá Sameinuðu þjóðunum er hann ræddi stöðuna í Sýrlandi en Sýrlandsher hefur staðið fyrir linnulausum loftárásum á austurhluta borgarinnar Aleppo sem er á valdi uppreisnarhópa. Tugir hafa látist í loftárásunum í dag og eru margir efins um að friður sé í sjónmáli. Rússar styðja stjórnvöld í Sýrlandi en Bandaríkjamenn hafa stutt við uppreisnarhópa í landinu sem vilja koma Bassar al-Assad Sýrlandsforseta frá völdum. Lavrov kenndi í dag Bandaríkjamönnum um að hafa ekki haft stjórn á uppreisnarhópunum og því hafi vopnahléinu sem samið var um í liðinni viku lokið á mánudaginn. Lavrov sagði að lykilatriði í samningnum um vopnahlé hafi verið aðskilnaður hófsamari uppreisnarmanna, sem Bandaríkin styðja, frá öfgafyllri uppreisnarhópum. Bandaríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að aðskilja hópana. „Það er ákaflega mikilvægt að ekkert trufli viðræður okkar við Bandaríkin,“ sagði Lavrov. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti Lavrov í dag og sagði hann að þeim hefði miðað smá áfram í viðræðum um hvernig stöðva má styrjöldina í Sýrlandi. „Við erum að meta nokkrar hugmyndir á uppbyggilegan hátt,“ sagði Kerry. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að lítil von sé til þess að samningar náist um vopnahlé og að ofbeldið í Sýrlandi hafi nú í vikunni farið algjörlega úr böndunum en eins og flestir vita var ástandið hræðilegt fyrir. Á vef Guardian segir að að minnsta kosti 91 hafi látist í loftárásum Sýrlendinga og Rússa á Aleppo í dag. Í einni árásinni lést 15 manna fjölskylda sem leitað hafði skjóls í húsi fyrir Sýrlendinga sem hafa hrakist á flótta í eigin landi. „Lifum við á öld tækninnar og siðmenningarinnar?“ spurði einn íbúi í Aleppo. „Er þetta rússneskt lýðræði og rússnesk siðmenning? Að drepa konur, börn og aldraða?“
Tengdar fréttir Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23