Fann upprunann í Taílandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2016 16:00 Páll með konu sem vinnur á barnaheimilinu og í horninu niðri er Helgi. Páll Thamrong Snorrason er nú staddur í Bangkok í Taílandi en þangað fór hann til að leita uppruna síns. Hann var skilinn eftir á götum borgarinnar þegar hann var þriggja mánaða gamall og lögreglunni tókst ekki að finna foreldra hans. Um fjórum árum seinna var Páll ættleiddur af íslensku fólki af barnaheimili sem hann hafði búið á undanfarin ár og ólst hann upp á Seyðisfirði. Vinur Páls, Helgi Snær Ómarsson, hringdi í hann í byrjun árs og spurði hvað hann væri að fara að gera í september. Helgi var þá nýkominn úr eigin ferðalagi um Taíland. „Ég svaraði bara að ég hafði ekki hugmynd. Þá sagði hann bara: „Ókei, ég ætla bóka miða til Bangkok“. Ég hefði örugglega ekki gert þetta ef það væri ekki fyrir hann,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir að það hafi verið markmið sitt frá unga aldri að finna uppruna sinn aftur. „Ég skoðaði reglulega myndir sem teknar voru af mér þegar mamma og pabbi komu og sóttu mig til Bangkok. Svo það hefur verið planið að heimsækja Taíland og tengslin þar þó svo að þau séu takmörkuð. Því miður væri erfitt og hálf ómögulegt að finna blóðforeldra mína, en ég var skilinn eftir á götunni í suðurhluta Bangkok þegar ég var þriggja mánaða. Lögreglan leitaði upp foreldra mína eftir að ég fannst en án árangurs.“Rúntuðu um Bangkok í tvo tíma Þeir Páll og Helgi hafa nú verið úti í Taílandi í þrjár vikur. „Við byrjuðum í Bangkok og gerðum svona grunnrannsóknum og fórum svo til Chiang Mai þar sem við fengum Taílenskan mann til að hafa samband við heimilið og kanna hvað við gætum gert. Þaðan fórum við suður á eyjarnar og komum til Bangkok í gær og dembdum okkur í þetta í dag,“ segir Páll. Þar sem hann er í Taílandi er dagurinn í dag nú að enda kominn, þegar þetta er skrifað. Þeir fóru fyrst á þrjá mismunandi staði áður en þeir fundu barnaheimilið og voru í rúma tvo tíma á ferðalagi um Bangkok í leigubíl. „Það var alveg mikill rússíbani frá að ég steig út úr bílnum og þangað til ég fór þaðan aftur. Ég var bæði kvíðinn, stressaður, spenntur og allt þar á milli. Það spruttu upp ýmsar tilfinningar sem ég þekkti ekki alveg svo hausinn varð pínu dofinn á meðan þetta allt var í gangi. Í lokin lagði ég vopnin niður og brotnaði saman. Þetta var rosalega gott vont allt saman. En núna er ég alveg gríðarlega þakklátur, hamingjusamur og ánægður. Líður eins og eitthvað hafi bæst við sem ekki var til staðar áður,“ segir Páll. Tvær konur sem vinna á barnaheimilinu mundu eftir Páli, sem nú er 25 ára gamall. Þær höfðu ekki séð hann í 21 ár. Millinafn Páls, Thamrong, þýðir í raun hringur guðs og hann segir að konurnar hafi strax kannast við nafnið. Eftir að hann sýndi þeim myndir af sér kveiktu þær strax á perunni. Þær töluðu þó ekki mikla ensku og samskipti Páls við þær fóru að mestu leyti fram í „myndum og knúsum“. Til að fylgjast með ferð þeirra Páls og Helga geta notendur Snapchat fundið þá með notendanafninu Thaiboywhiteboy. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Páll Thamrong Snorrason er nú staddur í Bangkok í Taílandi en þangað fór hann til að leita uppruna síns. Hann var skilinn eftir á götum borgarinnar þegar hann var þriggja mánaða gamall og lögreglunni tókst ekki að finna foreldra hans. Um fjórum árum seinna var Páll ættleiddur af íslensku fólki af barnaheimili sem hann hafði búið á undanfarin ár og ólst hann upp á Seyðisfirði. Vinur Páls, Helgi Snær Ómarsson, hringdi í hann í byrjun árs og spurði hvað hann væri að fara að gera í september. Helgi var þá nýkominn úr eigin ferðalagi um Taíland. „Ég svaraði bara að ég hafði ekki hugmynd. Þá sagði hann bara: „Ókei, ég ætla bóka miða til Bangkok“. Ég hefði örugglega ekki gert þetta ef það væri ekki fyrir hann,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir að það hafi verið markmið sitt frá unga aldri að finna uppruna sinn aftur. „Ég skoðaði reglulega myndir sem teknar voru af mér þegar mamma og pabbi komu og sóttu mig til Bangkok. Svo það hefur verið planið að heimsækja Taíland og tengslin þar þó svo að þau séu takmörkuð. Því miður væri erfitt og hálf ómögulegt að finna blóðforeldra mína, en ég var skilinn eftir á götunni í suðurhluta Bangkok þegar ég var þriggja mánaða. Lögreglan leitaði upp foreldra mína eftir að ég fannst en án árangurs.“Rúntuðu um Bangkok í tvo tíma Þeir Páll og Helgi hafa nú verið úti í Taílandi í þrjár vikur. „Við byrjuðum í Bangkok og gerðum svona grunnrannsóknum og fórum svo til Chiang Mai þar sem við fengum Taílenskan mann til að hafa samband við heimilið og kanna hvað við gætum gert. Þaðan fórum við suður á eyjarnar og komum til Bangkok í gær og dembdum okkur í þetta í dag,“ segir Páll. Þar sem hann er í Taílandi er dagurinn í dag nú að enda kominn, þegar þetta er skrifað. Þeir fóru fyrst á þrjá mismunandi staði áður en þeir fundu barnaheimilið og voru í rúma tvo tíma á ferðalagi um Bangkok í leigubíl. „Það var alveg mikill rússíbani frá að ég steig út úr bílnum og þangað til ég fór þaðan aftur. Ég var bæði kvíðinn, stressaður, spenntur og allt þar á milli. Það spruttu upp ýmsar tilfinningar sem ég þekkti ekki alveg svo hausinn varð pínu dofinn á meðan þetta allt var í gangi. Í lokin lagði ég vopnin niður og brotnaði saman. Þetta var rosalega gott vont allt saman. En núna er ég alveg gríðarlega þakklátur, hamingjusamur og ánægður. Líður eins og eitthvað hafi bæst við sem ekki var til staðar áður,“ segir Páll. Tvær konur sem vinna á barnaheimilinu mundu eftir Páli, sem nú er 25 ára gamall. Þær höfðu ekki séð hann í 21 ár. Millinafn Páls, Thamrong, þýðir í raun hringur guðs og hann segir að konurnar hafi strax kannast við nafnið. Eftir að hann sýndi þeim myndir af sér kveiktu þær strax á perunni. Þær töluðu þó ekki mikla ensku og samskipti Páls við þær fóru að mestu leyti fram í „myndum og knúsum“. Til að fylgjast með ferð þeirra Páls og Helga geta notendur Snapchat fundið þá með notendanafninu Thaiboywhiteboy.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira