Innlent

Pendúllinn: Haraldi hótað, að vera eða ekki vera skýrsla og hver er þessi Kári?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hvað gerir skýrslu að skýrslu? Af hverju er svona auðvelt að finna númerið hjá Haraldi Benediktssyni og hver er þessi Kári Stefánsson? Er hann skyldur Chuck Norris?

Þessum spurningum og fleirum reyndu Pendúlsmennirnir Stefán Óli Jónsson, Snærós Sindradóttir og hinn hávaxni gestur Jón Hákon Halldórsson að leita svara við.

Það má segja að formleg kosningabarátta hafi hafist á fjölmennu leiðtogaspjalli í gær. Ekki seinna vænna enda ekki nema 5 vikur í kosningar.

Enginn bölvar tímaskortinum meira en Björt framtíð sem virðist ekkert ætla að haggast þrátt fyrir að hafa átt sviðsljósið síðustu daga. Var okkur kannski bara alveg sama um búvörusamninga eftir allt saman?

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum föstudegi fram að þingkosningnum 29. október.

Pendúllinn er aðgengilegur á hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. á iTunes þar sem einungis þarf að leita að „Pendúllinn.“ Sömu sögu er að segja af öðrum þjónustum eins og Pocket Casts eða Podcast Addict.

Hljóðbrot í þessum þætti eru spiluð með góðfúslegu leyfi RÚV.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×