Íbúar Breiðholts vilja ekki Heklu í Mjóddina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 23:39 Íbúar í Breiholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. VÍSIR/STEFÁN Íbúar í Breiðholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. Ályktun þess efnis var samþykkt á fjölmennum íbúafundi sem haldin var í kvöld í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Í ályktuninni segir að lóðin sé á uppbyggingarsvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem íbúar telja að hafi setið eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélag í öðrum hverfum Reykjavíkur. Vilja íbúarnir að á landsvæðinu sem Hekla vill undir sína starfsemi muni einungis rísa mannvirki sem tengist íþróttum útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð, iðnaðarhverfi eða önnur mannvirki sem ekki eru tengd íþróttum og útivist. Þá vilja íbúar að „horft verði til framtíðar og landsvæðið tryggt komandi kynslóðum sem munu stunda íþróttir og útivist“ og að önnur uppbygging muni þrengja að íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd sem muni skerða möguleika komandi kynslóða til útivistar og íþróttaiðkunar. Er þess einnig krafist að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR sem gerður var árið 2008 auk þess sem að íbúarnir vilja að bygging miðstöðvarinnar verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs. Hekla óskaði í febrúar eftir að fá lóð í Mjóddinni undir 7.900 fermetra byggingu með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Viljayfirlýsing vegna lóðaúthlutunarinnar liggur fyrir en afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgarráðs fyrr í mánuðinum. Tengdar fréttir Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Íbúar í Breiðholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. Ályktun þess efnis var samþykkt á fjölmennum íbúafundi sem haldin var í kvöld í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Í ályktuninni segir að lóðin sé á uppbyggingarsvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem íbúar telja að hafi setið eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélag í öðrum hverfum Reykjavíkur. Vilja íbúarnir að á landsvæðinu sem Hekla vill undir sína starfsemi muni einungis rísa mannvirki sem tengist íþróttum útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð, iðnaðarhverfi eða önnur mannvirki sem ekki eru tengd íþróttum og útivist. Þá vilja íbúar að „horft verði til framtíðar og landsvæðið tryggt komandi kynslóðum sem munu stunda íþróttir og útivist“ og að önnur uppbygging muni þrengja að íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd sem muni skerða möguleika komandi kynslóða til útivistar og íþróttaiðkunar. Er þess einnig krafist að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR sem gerður var árið 2008 auk þess sem að íbúarnir vilja að bygging miðstöðvarinnar verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs. Hekla óskaði í febrúar eftir að fá lóð í Mjóddinni undir 7.900 fermetra byggingu með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Viljayfirlýsing vegna lóðaúthlutunarinnar liggur fyrir en afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgarráðs fyrr í mánuðinum.
Tengdar fréttir Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00