Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2016 21:12 Espen Lie Hansen skorar eitt átta marka sinna gegn Póllandi. vísir/afp Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. Noregur byrjaði mótið á því að tapa fyrir Íslandi en síðan þá hefur liðið unnið þrjá leiki í röð og á góða möguleika á að komast í undanúrslit. Norðmenn eru með sex stig í 2. sæti milliriðils 1 en þeir mæta Makedóníu í næsta leik sínum á mánudaginn. Pólverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins með fjögur stig en þeir eiga leik gegn Hvít-Rússum á mánudaginn. Pólland hafði unnið alla þrjá leiki sína á EM fram að leiknum í kvöld. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og Michal Jurecki kom þeim í 6-3 eftir 10 mínútna leik. Norðmenn voru þó fljótir að ná áttum, jöfnuðu og komust yfir og þeir leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16. Norðmenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og Magnus Jondal kom þeim í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-19, eftir þriggja mínútna leik. Noregur hafði 2-3 marka forskot næstu mínúturnar en stórskyttan Karol Bielecki minnkaði muninn í eitt mark, 23-24, þegar 10 mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru spennandi en Norðmenn héldu haus og unnu að lokum tveggja marka sigur, 28-30. Espen Lie Hansen fór mikinn í liði Noregs og skoraði átta mörk. Kent Robin Tonnensen átti einnig skínandi leik og skoraði sex mörk, en þrjú þeirra komu á síðustu 10 mínútum leiksins. Pólsku markverðirnir réðu ekkert við skyttur Norðmanna en þeir vörðu aðeins fimm skot í leiknum (14%). Bielecki og Jurecki báru af í liði Pólverja en þeir skoruðu samtals 19 af 28 mörkum liðsins í leiknum (Bielecki 10 og Jurecki 9). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira
Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. Noregur byrjaði mótið á því að tapa fyrir Íslandi en síðan þá hefur liðið unnið þrjá leiki í röð og á góða möguleika á að komast í undanúrslit. Norðmenn eru með sex stig í 2. sæti milliriðils 1 en þeir mæta Makedóníu í næsta leik sínum á mánudaginn. Pólverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins með fjögur stig en þeir eiga leik gegn Hvít-Rússum á mánudaginn. Pólland hafði unnið alla þrjá leiki sína á EM fram að leiknum í kvöld. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og Michal Jurecki kom þeim í 6-3 eftir 10 mínútna leik. Norðmenn voru þó fljótir að ná áttum, jöfnuðu og komust yfir og þeir leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16. Norðmenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og Magnus Jondal kom þeim í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-19, eftir þriggja mínútna leik. Noregur hafði 2-3 marka forskot næstu mínúturnar en stórskyttan Karol Bielecki minnkaði muninn í eitt mark, 23-24, þegar 10 mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru spennandi en Norðmenn héldu haus og unnu að lokum tveggja marka sigur, 28-30. Espen Lie Hansen fór mikinn í liði Noregs og skoraði átta mörk. Kent Robin Tonnensen átti einnig skínandi leik og skoraði sex mörk, en þrjú þeirra komu á síðustu 10 mínútum leiksins. Pólsku markverðirnir réðu ekkert við skyttur Norðmanna en þeir vörðu aðeins fimm skot í leiknum (14%). Bielecki og Jurecki báru af í liði Pólverja en þeir skoruðu samtals 19 af 28 mörkum liðsins í leiknum (Bielecki 10 og Jurecki 9).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira
Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46