Telati-fjölskyldan trúði ekki góðu fréttunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. janúar 2016 07:00 Hamingjusöm og hólpin fjölskylda með Reykjavík í bakgrunni. vísir/vilhelm „Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka. Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka.
Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44
Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43