Boðað til samningafundar í kjaradeilu sjómanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 12:31 Formaður Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót. Vísir/Ernir Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27