Erlent

33 látnir í Rússlandi eftir að hafa drukkið baðolíu

Atli Ísleifsson skrifar
Margir Rússar leita í áfengar heimilisvörur í stað alvöru áfengis, vagna mikils kostnaðar.
Margir Rússar leita í áfengar heimilisvörur í stað alvöru áfengis, vagna mikils kostnaðar. Vísir/Getty
Að minnsta kosti 33 eru látnir í Rússlandi eftir að hafa drukkið baðolíu. Talsmaður rússneskra yfirvalda segir að hinir látnu hafi talið að olían, sem ilmaði af þyrniplöntu, hafi verið áfengi.

Rúmlega fimmtíu manns leituðu til læknis eftir að hafa innbyrt olíuna í síberísku borginni Irkutsk.

Í frétt BBC segir að rannsakandur segi að fólkið hafi hunsað viðvörunarmiða á flöskunni þar sem fram kom að ekki skuli drekka olíuna. Í olíunni var að finna metanól, eitrað efni sem er oft að finna í frostlegi.

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við málið og vinnur lögregla að því að fjarlægja flöskur úr búðarhillum.

Algengt er að mál sem þetta komi upp í Rússlandi, en þetta er eitt mannskæðasta málið í Rússlandi í seinni tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×