Erlent

Rússnesk herflugvél hrapaði í Síberíu

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvél af gerðinni IL-18. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Flugvél af gerðinni IL-18. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Rússnesk flugmálayfirvöld segja að allir hafi komist lífs af þegar flugvél rússneska hersins af gerðinni IL-18 hrapaði í Jakútseu í Síberíu í gærkvöldi.

Í frétt BBC segir að í fyrstu hafi verið greint frá því að 27 hefðu farist en það hefur verið nú verið leiðrétt. 32 farþegar voru um borð og sjö í áhöfn og eru sextán alvarlega slasaðir.

Ekki er ljóst hvað olli slysinu en veður mun hafa verið slæmt á svæðinu og brotnaði vélin í þrjá hluta við nauðlendinguna.

Vélin var á leið frá Kansk og brotlenti um 30 kílómetrum frá bænum Tiksi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×