Þórir er í guðatölu í Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 08:30 Þórir fagnar hér í úrslitaleiknum gegn Hollandi í gær. Enn eitt gullið kom um háls Þóris eftir leikinn í gær. fréttablaðið/afp „Þetta var svakalega flottur leikur og góð auglýsing fyrir kvennahandboltann,“ segir Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er Fréttablaðið heyrði í honum eftir úrslitaleikinn á EM í gær. Noregur vann þá Holland, 30-29, í úrslitaleik sem seint gleymist. Úrslitaleikurinn var nefnilega ótrúlega spennandi og lokasekúndurnar með ólíkindum. Noregur virtist vera búinn að tryggja sér sigur í leiknum er hollenska liðið átti frábæra endurkomu. Norska liðið virtist síðan vera að brotna á lokamínútunni og Holland gat jafnað í lokasókninni. Hollendingar fengu aukakast fyrir utan teig Noregs er fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Þá kom eitt af klúðrum ársins. Leikmaðurinn sem kastaði boltanum úr aukakastinu gerði sér lítið fyrir og kastaði boltanum beint í hné liðsfélaga síns. Boltinn hrökk frá henni og leiktíminn rann út. Norska liðið fagnaði að vonum ógurlega en hollenska liðið trúði vart sínu eigin klúðri. Nora Mörk var að öðrum ólöstuðum hetja leiksins en hún skoraði tólf mörk úr sautján skotum fyrir norska liðið í leiknum. Hollenska liðið átti engin svör við leik hennar. Það er ekki bara að norska liðið hafi unnið mótið heldur vann liðið alla tíu leiki sína á mótinu. Liðið steig ekki feilspor og er svo sannarlega verðugur Evrópumeistari.Norska liðið fagnar hér eftir klúður Hollendinga í lokin.fréttablaðið/afpKom mörgum á óvart „Þetta kom eflaust mörgum á óvart. Það voru Ólympíuleikar í sumar og breytingar á mörgum liðum og þar á meðal norska liðinu. Ungar stelpur komu inn og það var ekki alveg vitað hvar liðið stóð. Það kom því á óvart að liðið færi í gegnum mótið án þess að tapa leik. Norska liðið kemur venjulega þungt inn í mót, á það til að tapa í upphafi en vinna svo á er líður á mótin,“ segir Axel en hann þekkir vel til í herbúðum norska liðsins eftir að hafa séð um B-lið Norðmanna í fjögur ár. Þá vann hann náið með Þóri.Frábær stjórnandi „Þórir er orðinn reyndur og gerir marga flotta hluti. Það er búið að leggja grunninn að þessu í mörg ár. Hann er svo með frábært fólk í kringum sig. Þórir stýrir þessu svo öllu og hann er frábær stjórnandi, kallinn. Það er hans sterka hlið. Til að vera góður handboltaþjálfari þá þarf maður að vera góður stjórnandi og Þórir er alveg ótrúlega flottur stjórnandi,“ segir Axel um vin sinn frá Selfossi. „Það var mjög gaman að vinna með honum hjá norska sambandinu. Það er mjög þægilegt að vinna undir hans stjórn. Hann er góður yfirmaður sem hlustar og tekur gagnrýni. Það má ræða málin við hann og allir fá að koma sínu að. Svo finnur hópurinn venjulega lausnir sem ganga alltaf upp að lokum. Þau gerðu ákveðnar breytingar á liðinu frá ÓL sem gengu fullkomlega upp á þessu móti núna. Þórir er óhræddur við að gera breytingar þegar það þarf að gera breytingar.“ Þórir er með samning við Norðmenn fram yfir ÓL 2020 og Axel segir að Þórir sé svo mikill prinsippmaður að hann svíki þann samning ekki. Þórir er búinn að vera viðloðandi norska landsliðið lengi. Hann gerðist aðstoðarþjálfari Marit Breivik sumarið 2001 og tók svo við af henni sem aðalþjálfari árið 2009. Árangur landsliðsins undir stjórn Þóris hefur auðvitað ekki verið neitt annað en stórkostlegur.Ekki eins og hjá Gumma Gumm „Ég held að Þórir fái ekkert meiri gagnrýni í starfi í Noregi þar sem hann er Íslendingur. Hann er búinn að vera hérna úti svo lengi. Það er samt alltaf hörð gagnrýni þegar hlutirnir ganga ekki upp. Yfirleitt er nú gagnrýnin frekar vel fram sett. Þetta er ekki svona persónulegt eins og víða. Hann hefur ekki gengið í gegnum neitt svipað og Gummi gerði í Danmörku. Það er samt mikil pressa á honum í þessu starfi enda ætlast til þess að liðið vinni alltaf gull,“ segir Axel og bætir við að Þórir sé mikill vinnuhestur sem leggi afar hart að sér. Það kunni Norðmenn að meta. „Þórir er í guðatölu hérna í Noregi. Ég tala nú ekki um þar sem ég bý í Elverum en þar þjálfaði Þórir á sínum tíma. Hann er algjörlega í guðatölu. Ekki spurning um það.“ Handbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
„Þetta var svakalega flottur leikur og góð auglýsing fyrir kvennahandboltann,“ segir Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er Fréttablaðið heyrði í honum eftir úrslitaleikinn á EM í gær. Noregur vann þá Holland, 30-29, í úrslitaleik sem seint gleymist. Úrslitaleikurinn var nefnilega ótrúlega spennandi og lokasekúndurnar með ólíkindum. Noregur virtist vera búinn að tryggja sér sigur í leiknum er hollenska liðið átti frábæra endurkomu. Norska liðið virtist síðan vera að brotna á lokamínútunni og Holland gat jafnað í lokasókninni. Hollendingar fengu aukakast fyrir utan teig Noregs er fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Þá kom eitt af klúðrum ársins. Leikmaðurinn sem kastaði boltanum úr aukakastinu gerði sér lítið fyrir og kastaði boltanum beint í hné liðsfélaga síns. Boltinn hrökk frá henni og leiktíminn rann út. Norska liðið fagnaði að vonum ógurlega en hollenska liðið trúði vart sínu eigin klúðri. Nora Mörk var að öðrum ólöstuðum hetja leiksins en hún skoraði tólf mörk úr sautján skotum fyrir norska liðið í leiknum. Hollenska liðið átti engin svör við leik hennar. Það er ekki bara að norska liðið hafi unnið mótið heldur vann liðið alla tíu leiki sína á mótinu. Liðið steig ekki feilspor og er svo sannarlega verðugur Evrópumeistari.Norska liðið fagnar hér eftir klúður Hollendinga í lokin.fréttablaðið/afpKom mörgum á óvart „Þetta kom eflaust mörgum á óvart. Það voru Ólympíuleikar í sumar og breytingar á mörgum liðum og þar á meðal norska liðinu. Ungar stelpur komu inn og það var ekki alveg vitað hvar liðið stóð. Það kom því á óvart að liðið færi í gegnum mótið án þess að tapa leik. Norska liðið kemur venjulega þungt inn í mót, á það til að tapa í upphafi en vinna svo á er líður á mótin,“ segir Axel en hann þekkir vel til í herbúðum norska liðsins eftir að hafa séð um B-lið Norðmanna í fjögur ár. Þá vann hann náið með Þóri.Frábær stjórnandi „Þórir er orðinn reyndur og gerir marga flotta hluti. Það er búið að leggja grunninn að þessu í mörg ár. Hann er svo með frábært fólk í kringum sig. Þórir stýrir þessu svo öllu og hann er frábær stjórnandi, kallinn. Það er hans sterka hlið. Til að vera góður handboltaþjálfari þá þarf maður að vera góður stjórnandi og Þórir er alveg ótrúlega flottur stjórnandi,“ segir Axel um vin sinn frá Selfossi. „Það var mjög gaman að vinna með honum hjá norska sambandinu. Það er mjög þægilegt að vinna undir hans stjórn. Hann er góður yfirmaður sem hlustar og tekur gagnrýni. Það má ræða málin við hann og allir fá að koma sínu að. Svo finnur hópurinn venjulega lausnir sem ganga alltaf upp að lokum. Þau gerðu ákveðnar breytingar á liðinu frá ÓL sem gengu fullkomlega upp á þessu móti núna. Þórir er óhræddur við að gera breytingar þegar það þarf að gera breytingar.“ Þórir er með samning við Norðmenn fram yfir ÓL 2020 og Axel segir að Þórir sé svo mikill prinsippmaður að hann svíki þann samning ekki. Þórir er búinn að vera viðloðandi norska landsliðið lengi. Hann gerðist aðstoðarþjálfari Marit Breivik sumarið 2001 og tók svo við af henni sem aðalþjálfari árið 2009. Árangur landsliðsins undir stjórn Þóris hefur auðvitað ekki verið neitt annað en stórkostlegur.Ekki eins og hjá Gumma Gumm „Ég held að Þórir fái ekkert meiri gagnrýni í starfi í Noregi þar sem hann er Íslendingur. Hann er búinn að vera hérna úti svo lengi. Það er samt alltaf hörð gagnrýni þegar hlutirnir ganga ekki upp. Yfirleitt er nú gagnrýnin frekar vel fram sett. Þetta er ekki svona persónulegt eins og víða. Hann hefur ekki gengið í gegnum neitt svipað og Gummi gerði í Danmörku. Það er samt mikil pressa á honum í þessu starfi enda ætlast til þess að liðið vinni alltaf gull,“ segir Axel og bætir við að Þórir sé mikill vinnuhestur sem leggi afar hart að sér. Það kunni Norðmenn að meta. „Þórir er í guðatölu hérna í Noregi. Ég tala nú ekki um þar sem ég bý í Elverum en þar þjálfaði Þórir á sínum tíma. Hann er algjörlega í guðatölu. Ekki spurning um það.“
Handbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira