Betri pólitík Hildur Þórðardóttir skrifar 9. maí 2016 21:15 Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar